„Held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2023 09:00 Erik ten Hag er á sínu öðru tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. getty/BSR Agency Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson segja að það veiki stöðu Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til liðsins hafa verið. United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00