Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:15 Trukknum var ekið víða um land, meðal annars um Öldufellsleið. Tesla Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi. Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi.
Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08