Umfjöllun: Wales - Ísland 1-2 | Harðneita að kveðja hóp þeirra bestu Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:57 Hildur Antonsdóttir skoraði afar mikilvægt mark fyrir Ísland í kvöld - hennar fyrsta mark fyrir Ísland. Getty/Michael Steele Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sendi Wales niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA með 2-0 útisigri í Cardiff í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland endar í 3. sæti síns riðils í A-deild, og fer í umspil í lok febrúar um að halda sér þar. Þær Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers skoruðu báðar sitt fyrsta landsliðsmark í sigrinum í kvöld. Mark Hildar kom eftir hálftíma leik, eftir að heimakonur í Wales höfðu sótt mun meira í leiknum, en íslenska liðið átti flottan seinni hálfleik og Diljá innsiglaði sigurinn á 79. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Wales náði að minnka muninn rétt í þann mund sem flautað var til leiksloka. Fyrir leik var ljóst að Þýskaland og Danmörk myndu enda í efstu tveimur sætum riðilsins, og það breytist ekki hvernig sem Íslandi gengur gegn Dönum ytra í lokaumferðinni á þriðjudag. Fara í umspilið í lok febrúar Ísland mun fara í umspil 21. og 28. febrúar, þar sem liðið mætir einhverju þeirra liða sem enda í 2. sæti í riðlunum í B-deild. Með sigri í umspilinu heldur Ísland sér í elítuhópi sextán bestu landsliða Evrópu og það er afar mikilvægt því spilað verður með þjóðadeildarfyrirkomulaginu í undankeppni EM á næsta ári, þar sem aðeins lið úr A-deild geta komist beint á EM og öll lið úr A-deild eru örugg um að minnsta kosti sæti í umspili um sæti á EM. Þá má ekki gleyma því hve dýrmætt það er fyrir Ísland að vera áfram í A-deild til að halda áfram að keppa við bestu lið álfunnar, og sá möguleiki er enn fyrir hendi eftir sigurinn í kvöld. Gallinn við umspilið er aðstöðuleysið á Íslandi nú er ljóst að KSÍ mun leita að mögulegum heimavelli erlendis fyrir seinni leik umspilsins, „heimaleik“ Íslands, sem er vitaskuld skelfileg en löngu fyrirséð staða. Þorsteinn Halldórsson þurfti að fara inn í þessa fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar, í erfiðan riðil, með mikið breytt landslið vegna ýmis konar forfalla. Hann hefur mótað nýtt lið og þó að spilamennskuna megi eflaust á margan hátt bæta þá er niðurstaðan fullkomlega í takti við þær væntingar sem eðlilegar voru eftir að dregið var í riðla. Að Ísland myndi enda fyrir ofan Wales, og það tókst á endanum með nokkru öryggi. Það var þó lítið sem ekkert öryggi yfir spilamennsku íslenska liðsins fyrsta hálftíma leiksins, eða fram að afar óvæntu baráttumarki Hildar. Walesverjar virtust ekki eiga í neinum vandræðum með að láta leikmönnum Íslands líða illa, með smápressu framarlega á vellinum, og heimakonur unnu ítrekað boltann og sköpuðu sér hættulegar stöður. Selma Sól MAgnúsdóttir í kröppum dansi við Jessicu Fishlock í Cardiff í kvöld.Getty/Michael Steele Lið með aðeins meiri gæði fram á við hefði hæglega getað skapað nokkur mörk á þessum kafla en líkt og í fyrri leiknum vantaði Wales alltaf rúsínuna í pylsuendann, ef svo má segja. Eftir að Hildur náði svo að rennitækla boltann í markið, eftir fyrirgjöf Sædísar og lærissendingu Hlínar, komst Ísland betur inn í leikinn og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndi ekkert á Telmu Ívarsdóttur í markinu. Walesverjar virtust ætla að ná upp sama krafti í upphafi seinni hálfleiks eins og þeim fyrri, en að þessu sinni varði það stutt. Sjálfstraustið virtist eflast hjá íslenska liðinu og Hlín var afar nálægt því að koma Íslandi í 2-0, og kom reyndar boltanum yfir línuna, en hafði snert hann með hendi fyrst. Hlín Eiríksdóttir í baráttunn í kvöld. Hún lagði upp fyrsta mark leiksins með lærinu.Getty/Michael Steele Heimakonur reyndu að breyta til og fjölga í sókninni hjá sér en þess í stað skoraði varamaðurinn Diljá Ýr gullfallegt mark á 79. mínútu og gerði nánast út um leikinn. Hún hefði reyndar getað bætt við öðru marki þegar komið var fram í uppbótartíma en fór þá illa með færið sitt. Þess í stað náði Elise Hughes að klóra í bakkann fyrir Wales en þá voru aðeins nokkrar sekúndur eftir. Ísland fer því í góðum málum til Danmerkur þar sem keppninni lýkur á þriðjudaginn, og freistar þess að undirstrika enn frekar að liðið eigi heima í deild þeirra bestu í Evrópu. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sendi Wales niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA með 2-0 útisigri í Cardiff í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland endar í 3. sæti síns riðils í A-deild, og fer í umspil í lok febrúar um að halda sér þar. Þær Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers skoruðu báðar sitt fyrsta landsliðsmark í sigrinum í kvöld. Mark Hildar kom eftir hálftíma leik, eftir að heimakonur í Wales höfðu sótt mun meira í leiknum, en íslenska liðið átti flottan seinni hálfleik og Diljá innsiglaði sigurinn á 79. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Wales náði að minnka muninn rétt í þann mund sem flautað var til leiksloka. Fyrir leik var ljóst að Þýskaland og Danmörk myndu enda í efstu tveimur sætum riðilsins, og það breytist ekki hvernig sem Íslandi gengur gegn Dönum ytra í lokaumferðinni á þriðjudag. Fara í umspilið í lok febrúar Ísland mun fara í umspil 21. og 28. febrúar, þar sem liðið mætir einhverju þeirra liða sem enda í 2. sæti í riðlunum í B-deild. Með sigri í umspilinu heldur Ísland sér í elítuhópi sextán bestu landsliða Evrópu og það er afar mikilvægt því spilað verður með þjóðadeildarfyrirkomulaginu í undankeppni EM á næsta ári, þar sem aðeins lið úr A-deild geta komist beint á EM og öll lið úr A-deild eru örugg um að minnsta kosti sæti í umspili um sæti á EM. Þá má ekki gleyma því hve dýrmætt það er fyrir Ísland að vera áfram í A-deild til að halda áfram að keppa við bestu lið álfunnar, og sá möguleiki er enn fyrir hendi eftir sigurinn í kvöld. Gallinn við umspilið er aðstöðuleysið á Íslandi nú er ljóst að KSÍ mun leita að mögulegum heimavelli erlendis fyrir seinni leik umspilsins, „heimaleik“ Íslands, sem er vitaskuld skelfileg en löngu fyrirséð staða. Þorsteinn Halldórsson þurfti að fara inn í þessa fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar, í erfiðan riðil, með mikið breytt landslið vegna ýmis konar forfalla. Hann hefur mótað nýtt lið og þó að spilamennskuna megi eflaust á margan hátt bæta þá er niðurstaðan fullkomlega í takti við þær væntingar sem eðlilegar voru eftir að dregið var í riðla. Að Ísland myndi enda fyrir ofan Wales, og það tókst á endanum með nokkru öryggi. Það var þó lítið sem ekkert öryggi yfir spilamennsku íslenska liðsins fyrsta hálftíma leiksins, eða fram að afar óvæntu baráttumarki Hildar. Walesverjar virtust ekki eiga í neinum vandræðum með að láta leikmönnum Íslands líða illa, með smápressu framarlega á vellinum, og heimakonur unnu ítrekað boltann og sköpuðu sér hættulegar stöður. Selma Sól MAgnúsdóttir í kröppum dansi við Jessicu Fishlock í Cardiff í kvöld.Getty/Michael Steele Lið með aðeins meiri gæði fram á við hefði hæglega getað skapað nokkur mörk á þessum kafla en líkt og í fyrri leiknum vantaði Wales alltaf rúsínuna í pylsuendann, ef svo má segja. Eftir að Hildur náði svo að rennitækla boltann í markið, eftir fyrirgjöf Sædísar og lærissendingu Hlínar, komst Ísland betur inn í leikinn og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndi ekkert á Telmu Ívarsdóttur í markinu. Walesverjar virtust ætla að ná upp sama krafti í upphafi seinni hálfleiks eins og þeim fyrri, en að þessu sinni varði það stutt. Sjálfstraustið virtist eflast hjá íslenska liðinu og Hlín var afar nálægt því að koma Íslandi í 2-0, og kom reyndar boltanum yfir línuna, en hafði snert hann með hendi fyrst. Hlín Eiríksdóttir í baráttunn í kvöld. Hún lagði upp fyrsta mark leiksins með lærinu.Getty/Michael Steele Heimakonur reyndu að breyta til og fjölga í sókninni hjá sér en þess í stað skoraði varamaðurinn Diljá Ýr gullfallegt mark á 79. mínútu og gerði nánast út um leikinn. Hún hefði reyndar getað bætt við öðru marki þegar komið var fram í uppbótartíma en fór þá illa með færið sitt. Þess í stað náði Elise Hughes að klóra í bakkann fyrir Wales en þá voru aðeins nokkrar sekúndur eftir. Ísland fer því í góðum málum til Danmerkur þar sem keppninni lýkur á þriðjudaginn, og freistar þess að undirstrika enn frekar að liðið eigi heima í deild þeirra bestu í Evrópu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti