Áfengi úr íslenskri mjólk á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2023 19:40 Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er mjög ánægður og sáttur með starfsemina á Sauðárkróki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir. Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira