Filipe Luís kveður eftir 20 ára feril Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 17:30 Filipe Luis dvaldi hjá Atletico Madrid í 9 ár og hampaði sex titlum með félaginu. Vísir/getty Filipe Luís hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem vinstri bakvörður í gullaldarliði Atlético Madrid, en hann hampaði einnig titlum með Chelsea, Flamengo og brasilíska landsliðinu. Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu. Brasilía Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu.
Brasilía Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira