„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 20:53 Bjarni brúnaþungur gegn Grindvíkingum síðasta vetur. Það var töluvert léttara yfir honum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. „Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
„Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira