Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 11:09 Guðný Camilla segir að Ikea hafi strax brugðist við vegna málsins. Vísir Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. „Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“ IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“
IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira