Best klæddu Íslendingarnir 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. desember 2023 07:01 Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa við að velja best klæddu Íslendingana 2023. SAMSETT Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. En hverjir voru það sem skinu skærast í tískunni á árinu? Lífið á Vísi fékk til sín breiðan hóp álitsgjafa til þess að velja best klæddu Íslendingana 2023. Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi en býr yfir hópi margvíslegra einstaklinga sem nýta klæðaburð sem tjáningarform á einstaka vegu og vöktu athygli fyrir það árið 2023. Ef Instagram-færslurnar birtast á ekki þá er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Bríet, tónlistarkona og Idol dómari „Tónlistarkonan Bríet fer sínar eigin leiðir og kemur sífellt á óvart. Hún veit hvað hún vill og er öðruvísi. Það er gaman að fylgjast með henni og alltaf spennandi að sjá hvað kemur næst.“ „Hún tekur há-áhættur í tískunni en nær samt alltaf að vera samkvæm sjálfri sér og púllar ótrúlegustu flíkur, maður fylgist alltaf spenntur með næsta outfit-i hjá henni.“ View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Patrik Atlason, tónlistarmaður „Patrik Atla er með STÍL og hann er ekki hræddur við að brjóta norm og fara sínar eigin leiðir. Hann klæðir sig eins og stjarnan sem hann er en hefur samt alltaf verið nógu sjálfsöruggur til þess að púlla það sem honum sýnist. Það hefur verið gaman að fylgjast með þróuninni á stílnum hans og hvernig hann leikur sér að því að draga fram ólíkar hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Krummi Kaldal Jóhansson, lífskúnstner „Krummi er Beckham okkar yngri kynslóðar. Með eitursvalan stíl en samt aldrei hræddur við það að taka sénsa.“ View this post on Instagram A post shared by @krummikaldal Guðbjörg Loftsdóttir, starfsmaður Húrra Reykjavík „Guðbjörg er með fallegan, smekklegan og geislandi fatastíl. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með einstaka og töffaralega meðgöngustílnum hennar og hún ber af í að vera alltaf smart.“ View this post on Instagram A post shared by GUÐBJO RG (@gudbjorgair) Irena Sveinsdóttir, tískugúrú og nemi í arkítektúr „Írenu tekst alltaf að vera bæði töff og þægileg í klæðaburði ásamt því að fara ætíð óhefðbundnar leiðir. Ótrúlega svöl.“ View this post on Instagram A post shared by IRENA (@irenasveins) Steinunn Hrólfsdóttir, hönnuður og eigandi Andrá „Steinunn er svo töffaralega klædd alltaf. Það er svo skemmtilegt hvernig hún blandar fallega saman ólíkum fötum eins og flottum „karlmannlegum“ jökkum og fínlegri flíkum.“ Steinunn Hrólfsdóttir er með einstakan stíl.Saga Sig Laufey Lin, tónlistarkona „Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Laufey Lin ná svo rosalegum árangri í tónlistinni víða um heiminn en þessi hæfileikaríka tónlistarkona er sömuleiðis með svo fallegan og einstakan stíl. Hvort sem það er afslappaður klæðnaður með 60's yfirbragði, íslensk hönnun eða glæsilegir galakjólar þá skín hún alltaf skært.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hildur Yeoman, fatahönnuður „Hildur hefur smá töfrakonulegt yfirbragð í litríkum kjólum úr eigin línu með fallegu skarti sem fer vel við rauða blæinn í hárinu hennar.“ View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður „Hann klæðist oft alveg fáranlegum flíkum en einhverra hluta vegna er hann alltaf jafn nettur. Það eru fáir sem taka jafn mikla áhættu í klæðaburði og hann en hann púllar það í hvert einasta skipti. Hann ber einfaldlega af í klæðaburði hérlendis.“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er með einstakan stíl sem sker sig úr.Vísir/Vilhelm Og Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, kírópraktor „Það eru tveir karlmenn á Íslandi sem bera höfuð og herðar yfir aðra þegar það kemur að klæðaburði. Þeir eru svokallaðir tveir turnar, Barad-Dúr og Ísarngerði tískunnar á Íslandi. Það eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, og Guðmundur Birkir Pálmason, a.k.a. Gummi Kíró. Myndir segja meira en þúsund orð. Hver annar á landinu klæðir sig svona? Sjáið þetta! Sjáiði litina! Dirfskuna! Algjörir Sarúman og Sauron Íslands, þegar það kemur að tískunni þ.e.a.s.“ View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur „Kolbrún Anna er með mjög fallegan og einstakan stíl sem sker sig úr. Hún er drottning nytjamarkaða sem ber af í þokka og glæsileika.“ „Ég elska 70's ívafið sem hún geirneglir í hvert einasta skipti.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Anna Vignisdo ttir (@kolavig) Sverrir Ingibergsson, fatahönnunarnemi „Sverrir er sannkallaður páfugl. Skreytir sig fjölskrúðugum fötum og er óhræddur við að sleppa smá kynorku út í kosmósinn. Hann sker sig úr, ber af í sínum einstaka stíl og vekur athygli hvert sem hann fer. Það verður spennandi að fylgjast með Sverri þróast í tískuheiminum í framtíðinni. “ View this post on Instagram A post shared by (@sverriringibergss) Jón Kári Eldon, hönnuður „Jón Kári neglir afslappaða götutísku stílinn í hvert skipti sem maður sér hann. Hann virðist alltaf vera með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískunni en tekst að gera það á sinn eigin hátt.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) Svava Johansen, eigandi NTC „Svava hefur mjög fágaðan stíl og er glæsileg til fara. Hún hefur náttúrulega unnið í tískubransanum frá unglingsaldri þannig að hún veit hvað hún syngur og það sést.“ Svava Johansen eigandi NTC er með puttann á púlsinum í tískunni.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristófer Stefánsson, leikari, leikstjóri og söngvari „Hann þorir að vera aðeins öðruvísi og er með fjölbreyttan stíl. Stundum retro, stundum strákslegi rapparinn og stundum glerfínn á óhefðbundinn hátt. Yfirhafnir og skór eru hans aðal.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Lilja Pálmadóttir, athafnakona, hrossabóndi og listamaður „Lilja Pálmadóttir er alltaf með sinn þokkafulla og glæsilega stíl. Alltaf smart og fögur. Allt í senn, kvenskörungur, hrossabóndi og fegurðardís.“ Lilja Pálmadóttir er alltaf glæsileg til fara.Venturelli/WireImage Ólafur Örn Steinnunar Ólafsson, veitingamaður „Ólafur Örn er alltaf smekklega klæddur, gjarnan í fallegum skyrtum sem mynda flottan heildarsvip með myndarlegu yfirskeggi og smart gleraugu.“ Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson er alltaf smart til fara.Facebook @olafur.o.olafsson.3 Sigríður Margrét Ágústsdóttir, markaðsfræðingur og áhrifavaldur „Sigríður Margrét fer sínar eigin leiðir óháð tískustraumum. Hún þorir og útkoman er skemmtileg og fjölbreytt. Töffari í húð og hár sem tekst að vera retró og nýtískuleg á sama tíma“ View this post on Instagram A post shared by Sigridur Margret (@sigridurr) Logi Þorvaldsson, framleiðandi „Mig langar í hverja einustu flík sem hann klæðist, ég held að það segi allt sem segja þarf.“ View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Daníel Ágúst, tónlistarmaður og Idol dómari „Daníel Ágúst er best klæddi Íslendingurinn, ár eftir ár. Honum tekst stöðugt að koma á óvart á sama tíma og hann virðist ætíð 100% samkvæmur sjálfum sér og hefur alltaf verið óhræddur við að leika sér við að ögra hinum ýmsu normum.“ Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson fer eigin leiðir í tískunni.Vísir/Vilhelm Margrét Rán, tónlistarkona „Margrét Rán er einfaldlega ofurtöffari. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hana blómstra á sviðinu með GusGus í ár og hún er alltaf einstaklega flott í tauinu en á sama tíma svo súper afslöppuð.“ Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona í Vök og GusGus er alltaf töff til fara.Vísir/Vilhelm Chanel Björk, sjónvarpskona og talsmaður fjölbreytileikans „Chanel Björk er alltaf svo glæsileg, nær þessum classy stíl en samt á svo afslappaðan og einlægan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by Chanel Björk (@chanelbjork) Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkona „Það er erfitt að segja eitthvað um Röggu Gísla sem ekki hefur verið sagt áður, en hún er bara svo töff og mikið hún sjálf. Henni hefur tekist að búa til stíl sem er bara hennar eigin, algjörlega signature Ragga og svo rosalega mikið hún í alla staði. Kolsvarta hárið hennar með rökuðu hliðunum, sólgleraugu, dökkir litir í bland við skemmtileg form og snið, hún fer ekki framhjá neinum.“ Ragga Gísla rokkaði sólgleraugun á Kvennaverkfallinu í október og var töff í tauinu að vanda.Vísir/Vilhelm Aðrir sem fengu tilnefningu: Andrea Margrétardóttir, Andrea Röfn Jónasdóttir, Auður Ómarsdóttir, Birnir Snær, Embla Óðinsdóttir, Georg Leite, Helga Þóra Bjarnadóttir, Hekla Gaja Birgisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Högni Egilsson, Júlía Grönvald, Kolbeinn Hugi, Kjalar M. Kollmar, Margrét Mist Tindsdóttir, Mundurr/Guðmundur Ragnarsson, Sindri Þórhallsson, Sjón, Sóldögg María Maggýjardóttir Mýrdal, Svana Lovísa Kristjánsdóttir, Rúnar Alex Kristinsson, Yrsa Ósk Finnbogadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Álitsgjafar: Alexis Garcia, Ásthildur Bára Jensdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Birna Ketilsdóttir Schram, Birna Ósk Hansdóttir, Emma Ástvaldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Guðný Björk Halldórsdóttir, Guðrún Kjartans, Guðrún Ýr Eyfjörð, Hildur Gunnlaugsdóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Sindri Snær Einarsson, Snorri Ásmundsson, Styr Orrason, Svava Marín Óskarsdóttir, Vaka Vigfúsdóttir. Tíska og hönnun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
En hverjir voru það sem skinu skærast í tískunni á árinu? Lífið á Vísi fékk til sín breiðan hóp álitsgjafa til þess að velja best klæddu Íslendingana 2023. Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi en býr yfir hópi margvíslegra einstaklinga sem nýta klæðaburð sem tjáningarform á einstaka vegu og vöktu athygli fyrir það árið 2023. Ef Instagram-færslurnar birtast á ekki þá er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Bríet, tónlistarkona og Idol dómari „Tónlistarkonan Bríet fer sínar eigin leiðir og kemur sífellt á óvart. Hún veit hvað hún vill og er öðruvísi. Það er gaman að fylgjast með henni og alltaf spennandi að sjá hvað kemur næst.“ „Hún tekur há-áhættur í tískunni en nær samt alltaf að vera samkvæm sjálfri sér og púllar ótrúlegustu flíkur, maður fylgist alltaf spenntur með næsta outfit-i hjá henni.“ View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Patrik Atlason, tónlistarmaður „Patrik Atla er með STÍL og hann er ekki hræddur við að brjóta norm og fara sínar eigin leiðir. Hann klæðir sig eins og stjarnan sem hann er en hefur samt alltaf verið nógu sjálfsöruggur til þess að púlla það sem honum sýnist. Það hefur verið gaman að fylgjast með þróuninni á stílnum hans og hvernig hann leikur sér að því að draga fram ólíkar hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Krummi Kaldal Jóhansson, lífskúnstner „Krummi er Beckham okkar yngri kynslóðar. Með eitursvalan stíl en samt aldrei hræddur við það að taka sénsa.“ View this post on Instagram A post shared by @krummikaldal Guðbjörg Loftsdóttir, starfsmaður Húrra Reykjavík „Guðbjörg er með fallegan, smekklegan og geislandi fatastíl. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með einstaka og töffaralega meðgöngustílnum hennar og hún ber af í að vera alltaf smart.“ View this post on Instagram A post shared by GUÐBJO RG (@gudbjorgair) Irena Sveinsdóttir, tískugúrú og nemi í arkítektúr „Írenu tekst alltaf að vera bæði töff og þægileg í klæðaburði ásamt því að fara ætíð óhefðbundnar leiðir. Ótrúlega svöl.“ View this post on Instagram A post shared by IRENA (@irenasveins) Steinunn Hrólfsdóttir, hönnuður og eigandi Andrá „Steinunn er svo töffaralega klædd alltaf. Það er svo skemmtilegt hvernig hún blandar fallega saman ólíkum fötum eins og flottum „karlmannlegum“ jökkum og fínlegri flíkum.“ Steinunn Hrólfsdóttir er með einstakan stíl.Saga Sig Laufey Lin, tónlistarkona „Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Laufey Lin ná svo rosalegum árangri í tónlistinni víða um heiminn en þessi hæfileikaríka tónlistarkona er sömuleiðis með svo fallegan og einstakan stíl. Hvort sem það er afslappaður klæðnaður með 60's yfirbragði, íslensk hönnun eða glæsilegir galakjólar þá skín hún alltaf skært.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hildur Yeoman, fatahönnuður „Hildur hefur smá töfrakonulegt yfirbragð í litríkum kjólum úr eigin línu með fallegu skarti sem fer vel við rauða blæinn í hárinu hennar.“ View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður „Hann klæðist oft alveg fáranlegum flíkum en einhverra hluta vegna er hann alltaf jafn nettur. Það eru fáir sem taka jafn mikla áhættu í klæðaburði og hann en hann púllar það í hvert einasta skipti. Hann ber einfaldlega af í klæðaburði hérlendis.“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er með einstakan stíl sem sker sig úr.Vísir/Vilhelm Og Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, kírópraktor „Það eru tveir karlmenn á Íslandi sem bera höfuð og herðar yfir aðra þegar það kemur að klæðaburði. Þeir eru svokallaðir tveir turnar, Barad-Dúr og Ísarngerði tískunnar á Íslandi. Það eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, og Guðmundur Birkir Pálmason, a.k.a. Gummi Kíró. Myndir segja meira en þúsund orð. Hver annar á landinu klæðir sig svona? Sjáið þetta! Sjáiði litina! Dirfskuna! Algjörir Sarúman og Sauron Íslands, þegar það kemur að tískunni þ.e.a.s.“ View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur „Kolbrún Anna er með mjög fallegan og einstakan stíl sem sker sig úr. Hún er drottning nytjamarkaða sem ber af í þokka og glæsileika.“ „Ég elska 70's ívafið sem hún geirneglir í hvert einasta skipti.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Anna Vignisdo ttir (@kolavig) Sverrir Ingibergsson, fatahönnunarnemi „Sverrir er sannkallaður páfugl. Skreytir sig fjölskrúðugum fötum og er óhræddur við að sleppa smá kynorku út í kosmósinn. Hann sker sig úr, ber af í sínum einstaka stíl og vekur athygli hvert sem hann fer. Það verður spennandi að fylgjast með Sverri þróast í tískuheiminum í framtíðinni. “ View this post on Instagram A post shared by (@sverriringibergss) Jón Kári Eldon, hönnuður „Jón Kári neglir afslappaða götutísku stílinn í hvert skipti sem maður sér hann. Hann virðist alltaf vera með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískunni en tekst að gera það á sinn eigin hátt.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) Svava Johansen, eigandi NTC „Svava hefur mjög fágaðan stíl og er glæsileg til fara. Hún hefur náttúrulega unnið í tískubransanum frá unglingsaldri þannig að hún veit hvað hún syngur og það sést.“ Svava Johansen eigandi NTC er með puttann á púlsinum í tískunni.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristófer Stefánsson, leikari, leikstjóri og söngvari „Hann þorir að vera aðeins öðruvísi og er með fjölbreyttan stíl. Stundum retro, stundum strákslegi rapparinn og stundum glerfínn á óhefðbundinn hátt. Yfirhafnir og skór eru hans aðal.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Lilja Pálmadóttir, athafnakona, hrossabóndi og listamaður „Lilja Pálmadóttir er alltaf með sinn þokkafulla og glæsilega stíl. Alltaf smart og fögur. Allt í senn, kvenskörungur, hrossabóndi og fegurðardís.“ Lilja Pálmadóttir er alltaf glæsileg til fara.Venturelli/WireImage Ólafur Örn Steinnunar Ólafsson, veitingamaður „Ólafur Örn er alltaf smekklega klæddur, gjarnan í fallegum skyrtum sem mynda flottan heildarsvip með myndarlegu yfirskeggi og smart gleraugu.“ Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson er alltaf smart til fara.Facebook @olafur.o.olafsson.3 Sigríður Margrét Ágústsdóttir, markaðsfræðingur og áhrifavaldur „Sigríður Margrét fer sínar eigin leiðir óháð tískustraumum. Hún þorir og útkoman er skemmtileg og fjölbreytt. Töffari í húð og hár sem tekst að vera retró og nýtískuleg á sama tíma“ View this post on Instagram A post shared by Sigridur Margret (@sigridurr) Logi Þorvaldsson, framleiðandi „Mig langar í hverja einustu flík sem hann klæðist, ég held að það segi allt sem segja þarf.“ View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Daníel Ágúst, tónlistarmaður og Idol dómari „Daníel Ágúst er best klæddi Íslendingurinn, ár eftir ár. Honum tekst stöðugt að koma á óvart á sama tíma og hann virðist ætíð 100% samkvæmur sjálfum sér og hefur alltaf verið óhræddur við að leika sér við að ögra hinum ýmsu normum.“ Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson fer eigin leiðir í tískunni.Vísir/Vilhelm Margrét Rán, tónlistarkona „Margrét Rán er einfaldlega ofurtöffari. Það hefur verið mjög skemmtilegt að sjá hana blómstra á sviðinu með GusGus í ár og hún er alltaf einstaklega flott í tauinu en á sama tíma svo súper afslöppuð.“ Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona í Vök og GusGus er alltaf töff til fara.Vísir/Vilhelm Chanel Björk, sjónvarpskona og talsmaður fjölbreytileikans „Chanel Björk er alltaf svo glæsileg, nær þessum classy stíl en samt á svo afslappaðan og einlægan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by Chanel Björk (@chanelbjork) Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkona „Það er erfitt að segja eitthvað um Röggu Gísla sem ekki hefur verið sagt áður, en hún er bara svo töff og mikið hún sjálf. Henni hefur tekist að búa til stíl sem er bara hennar eigin, algjörlega signature Ragga og svo rosalega mikið hún í alla staði. Kolsvarta hárið hennar með rökuðu hliðunum, sólgleraugu, dökkir litir í bland við skemmtileg form og snið, hún fer ekki framhjá neinum.“ Ragga Gísla rokkaði sólgleraugun á Kvennaverkfallinu í október og var töff í tauinu að vanda.Vísir/Vilhelm Aðrir sem fengu tilnefningu: Andrea Margrétardóttir, Andrea Röfn Jónasdóttir, Auður Ómarsdóttir, Birnir Snær, Embla Óðinsdóttir, Georg Leite, Helga Þóra Bjarnadóttir, Hekla Gaja Birgisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Högni Egilsson, Júlía Grönvald, Kolbeinn Hugi, Kjalar M. Kollmar, Margrét Mist Tindsdóttir, Mundurr/Guðmundur Ragnarsson, Sindri Þórhallsson, Sjón, Sóldögg María Maggýjardóttir Mýrdal, Svana Lovísa Kristjánsdóttir, Rúnar Alex Kristinsson, Yrsa Ósk Finnbogadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Álitsgjafar: Alexis Garcia, Ásthildur Bára Jensdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Birna Ketilsdóttir Schram, Birna Ósk Hansdóttir, Emma Ástvaldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Guðný Björk Halldórsdóttir, Guðrún Kjartans, Guðrún Ýr Eyfjörð, Hildur Gunnlaugsdóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Sindri Snær Einarsson, Snorri Ásmundsson, Styr Orrason, Svava Marín Óskarsdóttir, Vaka Vigfúsdóttir.
Tíska og hönnun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira