Sendiherra sakaður um að njósna fyrir Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:52 Manuel Rocha var meðal annars leiddur í gildru af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981. Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum. Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum.
Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira