Sendiherra sakaður um að njósna fyrir Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:52 Manuel Rocha var meðal annars leiddur í gildru af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981. Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum. Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum.
Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira