Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 09:47 Bílasölur eiga erfitt með að gera áætlanir fyrir næsta ár vegna óvissu um gjaldtöku og styrkjum vegna rafbílasölu. Vísir/Vilhelm Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira