Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Aron Guðmundsson skrifar 6. desember 2023 08:01 Ólafur Stefánsson er þjálfari þýska B-deildar liðsins Aue. Getty Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. Það hefur fátt gengið upp á tímabilinu hjá Aue til þessa. Liðið hefur aðeins náð í tvo sigra og stendur taphrina þess nú í fjórum leikjum. „Þetta er búið að ganga brösuglega og nýlega var skipt um þjálfara,“ segir Sveinbjörn, markvörður Aue, í samtali við Vísi. „Það má kannski segja að það vanti bara smá reynslu í liðið. Að stórum hluta til erum við með leikmenn sem eru á sínu fyrsta tímabili í B-deildinni eða bara á sínu fyrsta eða öðru ári í aðalliðinu.“ Sveinbjörn er afar reynslumikill markvörður og á að baki bæði feril hér heima sem og í atvinnumennsku. Þá á hann einnig landsleiki fyrir íslands hönd. Þrátt fyrir úrslitin hingað til sér Sveinbjörn klár merki um að það búi hæfileikar í ungu leikmönnum liðsins. Getan til þess að gera betur sé til staðar. „Það sem hefur verið að fara með okkur er bara smá reynsluleysi. Ef við tökum sem dæmi síðasta tap hjá okkur, þá er það sem skilur á milli liðanna bara tæknifeilar. Tapaðir boltar og í nútíma handbolta er þér refsað fyrir svoleiðis mistök með marki í bakið. Það hefur verið að kosta okkur hingað til.“ Forráðamenn Aue ákváðu í síðasta mánuði að gera breytingar á þjálfarateymi liðsins og var íslenska handboltagoðsögnin, Ólafur Stefánsson ráðinn sem þjálfari liðsins til loka yfirstandandi tímabils. „Hann þarf að koma inn og fær það verkefni að breyta gengi liðsins á skömmum tíma. Hann hefur hins vegar verið fljótur að láta til sín taka. Menn eru að læra mjög fagleg vinnubrögð af honum. Hvort sem um ræðir á skrifstofunni eða hjá leikmönnunum sjálfum. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur sér maður engu að síður mikla bætingu hjá leikmönnum og liðinu. Stigin fara að detta inn hjá okkur. Það er ég viss um.“ Kom og greip strax inn í Þrátt fyrir stuttan tíma í starfi hefur Ólafur, að mati Sveinbjarnar, tekist að koma á mörgum jákvæðum breytingum. „Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá honum eru bara þau faglegu vinnubrögð sem hann býr yfir. Hvað hann er í þessu af lífi og sál. Hann er allan daginn upp á skrifstofu, liggur yfir myndböndum af leikjum okkar og kemur skilaboðum vel áfram til leikmanna. Það hefur vantað upp á þessa hluti hjá okkur og það hefur sýnt sig hjá liðinu. Ég ætla ekkert að fara út í síðasta þjálfara sem við höfðum en það var bara ekki búið að taka á ákveðnum hlutum hérna í lengri tíma. Óli er búinn að koma inn og grípa strax inn í þessi atriði sem manni fannst vanta upp á. Ég sé bætingu hjá okkur æfingu frá æfingu.“ Klippa: Gúgluðu Óla Stef er breytingarnar gengu í gegn Fundirnir hjá Óla séu beinskeyttir. „Skilaboðin eru einföld sem og reglurnar. En svo tekur það bara mislangan tíma hjá mönnum að sía þetta inn í sitt kerfi. Mér finnst vera bæting hjá okkur viku til viku. Það er náttúrulega erfitt fyrir Óla að stíga inn á þessum tímapunkti. Þetta væri allt annað ef hann hefði haft einn og hálfan til tvo mánuði til að undirbúa liðið fyrir tímabilið en hann þarf að stíga inn strax og breyta hlutunum. Það sem ég hef séð og heyrt frá strákunum í liðinu er að þeir eru móttækilegir og opnir fyrir hugmyndum Ólafs.“ „Vá!“ Ólafur Stefánsson er einn besti handboltamaður sögunnar og því ekki skrítið að fréttirnar af því að hann yrði nýr þjálfari Aue, hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrstu viðbrögð hjá leikmönnum voru bara „vá!“. Nokkrir af yngri leikmönnunum fóru strax í símana þar sem að þeir gúgluðu hann og horfðu á myndbrot frá hans leikmannaferli. Sáu hvernig hann var sem leikmaður.“ Ferill Ólafs sem leikmaður talar sínu máli. Magnaður. Hvernig Ólafur sjálfur kom inn í verkefnið hafi einnig verið aðdáunarvert. „Hann er mjög auðmjúkur. Maður skynjar ekkert nema bara góða nærveru frá honum og hann hefur tekur þátt að fullu í þessu. Hann er góður í mannlegum samskiptum, maður á mann, og gefur af sér til leikmanna og þjálfarateymisins. Maður sér það bara á honum að hann ætlar að gefa allt í þetta. Það smitar frá sér samstundis í leikmannahópinn. Maður finnur breytingu á því hvernig menn mæta á æfingar, hvernig þeir æfa. Þessi ráðning ýtti mönnum upp á annað stig. Ef menn ætla sér lengra í íþróttinni, þá geta þeir lært mikið af Ólafi, hans hugarfari og vinnubrögðum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Það hefur fátt gengið upp á tímabilinu hjá Aue til þessa. Liðið hefur aðeins náð í tvo sigra og stendur taphrina þess nú í fjórum leikjum. „Þetta er búið að ganga brösuglega og nýlega var skipt um þjálfara,“ segir Sveinbjörn, markvörður Aue, í samtali við Vísi. „Það má kannski segja að það vanti bara smá reynslu í liðið. Að stórum hluta til erum við með leikmenn sem eru á sínu fyrsta tímabili í B-deildinni eða bara á sínu fyrsta eða öðru ári í aðalliðinu.“ Sveinbjörn er afar reynslumikill markvörður og á að baki bæði feril hér heima sem og í atvinnumennsku. Þá á hann einnig landsleiki fyrir íslands hönd. Þrátt fyrir úrslitin hingað til sér Sveinbjörn klár merki um að það búi hæfileikar í ungu leikmönnum liðsins. Getan til þess að gera betur sé til staðar. „Það sem hefur verið að fara með okkur er bara smá reynsluleysi. Ef við tökum sem dæmi síðasta tap hjá okkur, þá er það sem skilur á milli liðanna bara tæknifeilar. Tapaðir boltar og í nútíma handbolta er þér refsað fyrir svoleiðis mistök með marki í bakið. Það hefur verið að kosta okkur hingað til.“ Forráðamenn Aue ákváðu í síðasta mánuði að gera breytingar á þjálfarateymi liðsins og var íslenska handboltagoðsögnin, Ólafur Stefánsson ráðinn sem þjálfari liðsins til loka yfirstandandi tímabils. „Hann þarf að koma inn og fær það verkefni að breyta gengi liðsins á skömmum tíma. Hann hefur hins vegar verið fljótur að láta til sín taka. Menn eru að læra mjög fagleg vinnubrögð af honum. Hvort sem um ræðir á skrifstofunni eða hjá leikmönnunum sjálfum. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur sér maður engu að síður mikla bætingu hjá leikmönnum og liðinu. Stigin fara að detta inn hjá okkur. Það er ég viss um.“ Kom og greip strax inn í Þrátt fyrir stuttan tíma í starfi hefur Ólafur, að mati Sveinbjarnar, tekist að koma á mörgum jákvæðum breytingum. „Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá honum eru bara þau faglegu vinnubrögð sem hann býr yfir. Hvað hann er í þessu af lífi og sál. Hann er allan daginn upp á skrifstofu, liggur yfir myndböndum af leikjum okkar og kemur skilaboðum vel áfram til leikmanna. Það hefur vantað upp á þessa hluti hjá okkur og það hefur sýnt sig hjá liðinu. Ég ætla ekkert að fara út í síðasta þjálfara sem við höfðum en það var bara ekki búið að taka á ákveðnum hlutum hérna í lengri tíma. Óli er búinn að koma inn og grípa strax inn í þessi atriði sem manni fannst vanta upp á. Ég sé bætingu hjá okkur æfingu frá æfingu.“ Klippa: Gúgluðu Óla Stef er breytingarnar gengu í gegn Fundirnir hjá Óla séu beinskeyttir. „Skilaboðin eru einföld sem og reglurnar. En svo tekur það bara mislangan tíma hjá mönnum að sía þetta inn í sitt kerfi. Mér finnst vera bæting hjá okkur viku til viku. Það er náttúrulega erfitt fyrir Óla að stíga inn á þessum tímapunkti. Þetta væri allt annað ef hann hefði haft einn og hálfan til tvo mánuði til að undirbúa liðið fyrir tímabilið en hann þarf að stíga inn strax og breyta hlutunum. Það sem ég hef séð og heyrt frá strákunum í liðinu er að þeir eru móttækilegir og opnir fyrir hugmyndum Ólafs.“ „Vá!“ Ólafur Stefánsson er einn besti handboltamaður sögunnar og því ekki skrítið að fréttirnar af því að hann yrði nýr þjálfari Aue, hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrstu viðbrögð hjá leikmönnum voru bara „vá!“. Nokkrir af yngri leikmönnunum fóru strax í símana þar sem að þeir gúgluðu hann og horfðu á myndbrot frá hans leikmannaferli. Sáu hvernig hann var sem leikmaður.“ Ferill Ólafs sem leikmaður talar sínu máli. Magnaður. Hvernig Ólafur sjálfur kom inn í verkefnið hafi einnig verið aðdáunarvert. „Hann er mjög auðmjúkur. Maður skynjar ekkert nema bara góða nærveru frá honum og hann hefur tekur þátt að fullu í þessu. Hann er góður í mannlegum samskiptum, maður á mann, og gefur af sér til leikmanna og þjálfarateymisins. Maður sér það bara á honum að hann ætlar að gefa allt í þetta. Það smitar frá sér samstundis í leikmannahópinn. Maður finnur breytingu á því hvernig menn mæta á æfingar, hvernig þeir æfa. Þessi ráðning ýtti mönnum upp á annað stig. Ef menn ætla sér lengra í íþróttinni, þá geta þeir lært mikið af Ólafi, hans hugarfari og vinnubrögðum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira