Tæplega þúsund bændur fá 1,6 milljarð í styrk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 17:45 Bændur hafa lengi kallað eftir frekari stuðningi við greinina. Myndin er tekin í Dalabyggð, Búðardal. vísir/vilhelm Áætlað er að stuðningur sem nemur alls 1.600 milljónum króna verði geiddur til 982 bænda, sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands, fyrir árslok 2023. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að tillögurnar hafi verið lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðaherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Tillögurnar byggja á mati hóps sem var skipaður af ríkisstjórn til að fjalla um fjárhagsstöðu landbúnaðar á Íslandi og var skipaður ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta,“ segir í tilkynningu. Lögð sé áhersla á að stuðla að nýliðun og kynslóðaskiptum í greininni með aðstoð við yngri bændur sem séu undirstaða landbúnaðarframleiðslu framtíðarinnar. „Jafnframt er lögð áhersla á að stuðningskerfi styðji við atvinnugreinina með skilvirkum hætti í samræmi við áherslur stjórnvalda og gagnist þeim fjölskyldubúum sem eiga í hvað mestum vanda til skemmri tíma litið vegna hækkaðs fjármagnskostnaðar og langvarandi afkomubrests.“ Tillögurnar eru eftirtaldar: Ungbændastuðningur. Greitt verði álag á fjárfestingar í samþykktum umsóknum um nýliðunarstuðning á árunum 2017-2023, samtals 600 m.kr. Viðbótarfjárfestingastuðningur. Greitt verði álag á fjárfestingu í samþykktum umsóknum um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt og nautgriparækt á árunum 2017-2023, samtals 450 m.kr. Viðbótarbýlisstuðningur. Greitt verði sérstakt framlag til þeirra sauðfjárbænda sem stunda sauðfjárrækt að meginatvinnu og eru með 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri, samtals 450 m.kr. Viðbótargripagreiðslur á holdakýr – Greitt verði sérstakt framlag til þeirra bænda sem fengu greiddar gripagreiðslur á holdakýr árið 2023, samtals 100 m.kr. Áfram verði unnið að aðgerðum sem miða að því að styrkja stöðu landbúnaðar til framtíðar, svo sem varðandi lánakosti Byggðastofnunar, hagtölusöfnun í landbúnaði, afleysingarþjónustu bænda, tækifæri til hagræðingar og samstarfs og kyngreiningu á nautgripasæði. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að tillögurnar hafi verið lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðaherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Tillögurnar byggja á mati hóps sem var skipaður af ríkisstjórn til að fjalla um fjárhagsstöðu landbúnaðar á Íslandi og var skipaður ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta,“ segir í tilkynningu. Lögð sé áhersla á að stuðla að nýliðun og kynslóðaskiptum í greininni með aðstoð við yngri bændur sem séu undirstaða landbúnaðarframleiðslu framtíðarinnar. „Jafnframt er lögð áhersla á að stuðningskerfi styðji við atvinnugreinina með skilvirkum hætti í samræmi við áherslur stjórnvalda og gagnist þeim fjölskyldubúum sem eiga í hvað mestum vanda til skemmri tíma litið vegna hækkaðs fjármagnskostnaðar og langvarandi afkomubrests.“ Tillögurnar eru eftirtaldar: Ungbændastuðningur. Greitt verði álag á fjárfestingar í samþykktum umsóknum um nýliðunarstuðning á árunum 2017-2023, samtals 600 m.kr. Viðbótarfjárfestingastuðningur. Greitt verði álag á fjárfestingu í samþykktum umsóknum um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt og nautgriparækt á árunum 2017-2023, samtals 450 m.kr. Viðbótarbýlisstuðningur. Greitt verði sérstakt framlag til þeirra sauðfjárbænda sem stunda sauðfjárrækt að meginatvinnu og eru með 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri, samtals 450 m.kr. Viðbótargripagreiðslur á holdakýr – Greitt verði sérstakt framlag til þeirra bænda sem fengu greiddar gripagreiðslur á holdakýr árið 2023, samtals 100 m.kr. Áfram verði unnið að aðgerðum sem miða að því að styrkja stöðu landbúnaðar til framtíðar, svo sem varðandi lánakosti Byggðastofnunar, hagtölusöfnun í landbúnaði, afleysingarþjónustu bænda, tækifæri til hagræðingar og samstarfs og kyngreiningu á nautgripasæði.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira