PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:41 Formaður Heimilis og skóla segir að kerfið verði hreinlega að taka utan um börn sem búa við erfiðar félags- og efnahagslegar kringumstæður. PISA könnunin sýnir að áhrif stéttaskiptingar á frammistöðu barna aukist verulega á milli PISA úttekta. Vísir/Getty Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22