Ólympíudraumurinn úti þrátt fyrir sex marka risasigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2023 22:32 Draumur Englendinga um sæti á Ólympíuleikunum er úti. Ian MacNicol - The FA/The FA via Getty Images Þrátt fyrir 6-0 útisigur gegn Skotum í A-deild Þjóðadeildarinnar misstu Evrópumeistarar Englands af möguleika á sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn