Bjarni ósáttur við Kveik: „Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 10:22 Bjarni Benediktsson skipti úr stól fjármálaráðherra í stól utanríkisráðherra í haust eftir álit umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir umfjöllun Kveiks í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hafa verið samfelldan áróður gegn íslensku krónunni sem hafi verið grunnurinn að miklum hagvexti á Íslandi undanfarinn áratug. Hann segir þáttinn „eiginlega hneyksli“. Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16
Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent