Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. desember 2023 20:01 Margt var um manninn á opnun Jólasýningar Ásmundarsalar. Hrefna Björg Gylfadóttir Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði. Seldi öll verk sín á fyrstu fimm mínútunum „Mikil eftirvænting var í loftinu, þá sérstaklega eftir verkum eftir listamanninn Loja Höskuldsson sem seldust upp á fyrstu fimm mínútunum. Einnig seldust öll verkin eftir Fritz Hendrik og Ásgerði Birnu Björnsdóttur, sem hlaut Hvatningarverðlaunin á Myndlistarverðlaunum Íslands 2023. Sýningin er sölusýning með verkum eftir 32 samtímalistamenn, sem unnu verkin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Helga Jóakimsdóttir og Ólöf Rut Stefánsdóttir sáu um sýningarstjórn en á sýningunni má sjá breiðan hóp myndlistarmanna, allt frá nýútskrifuðum listamönnum yfir í eldri kanónur á borð við Kristinn E. Hrafnsson, Gabríelu Friðriksdóttur og Finnboga Pétursson,“ segir í fréttatilkynningu. Listunnendur lögðu leið sína á opnun Jólasýningarinnar í Ásmundarsal. Verk listamannsins Loja Höskuldssonar seldust upp á fyrstu fimm mínútunum.Hrefna Björg Gylfadóttir Þetta er í annað sinn sem sýningin er sett upp með þessu móti en samhliða henni er gefin út bók með viðtölum við listamennina, innliti á vinnustofur þeirra og verkunum sem eru á sýningunni. Þar með nær sýningin að lifa áfram að henni lokinni. Listamenn á Jólasýningunni 2023 eru: Amanda Riffo, Andreas Brunner, Árni Jónsson, Á. Birna Björnsdóttir, Brák Jónsdóttir, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Curro Rodriguez, Elísabet Brynhildardóttir, Emma Heiðarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Finnbogi Pétursson, Finnur Arnar, Fritz Hendrik, Gabríela Friðriks, Geirþrúður Hjörvar, Helga Páley, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Ívar Valgarðsson, Karoliina Hellberg, Kristin Nordhoy, Kristinn E. Hrafnsson, Logi Leó, Loji Höskuldsson, Lukas Kindermann, Nína Óskarsdóttir, Shu Yi, Sigurður Guðjónsson, Sigurrós G. Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Weronika Balcerak. Ólöf Rut sýningarstjóri segist hafa selt listaverk í fyrsta skipti í gegnum Instagram í tengslum við sýninguna. „Við erum með verk eftir Karoliinu Hellberg sem er mjög eftirsótt í Finnlandi. Pósthólfið og Instagram hjá okkur var því logandi af Finnum sem komust ekki á sýninguna og vildu næla sér í verk eftir hana.“ Heiða Magnúsdóttir, eigandi Ásmundarsalar, ræddi um verkin við gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Jólabóka-glögg með rithöfundum Á sama tíma opnaði gamaldags Bókaverzlun í Gryfjunni, sem er sýningarrými á fyrstu hæð, þar sem áhersla er lögð á að kynna nýjar bækur í bland við gamlar og rótgrónar bókmenntir, þeirra á meðal bókverk og bækur um myndlist. „Þessi jólin eiga gestir og gangandi því eftir að geta sótt sér innblástur í bækur í Ásmundarsal og spjallað við marga fremstu rithöfunda landsins á Jólabóka-glöggi, sem er kvöldviðburður sem haldinn er alla þriðjudaga fram að jólum á milli klukkan 20-22. Þar er einnig að finna svokallaðan Photo-Moon-booth þar sem fólk getur tekið jólamynd.“ Birna Rún Gísladóttir skemmti sér vel í Gryfjunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Nú þegar er einum viðburði lokið en þeir höfundar sem taka þátt í næstu Jólabóka-glöggum eru: Þriðjudagur 12.des | klukkan 20-22 Yrsa Sigurðar, Rán Flygenring, Hjörleifur Hjartarson, Birgitta Haukdal, Auður Ólafs, Gunnar Helgason, Þórdís Gísladóttir, Linda Ólafsdóttir. Þriðjudagur 19.des | klukkan 20-22 Margrét Tryggvadóttir, Tómar R. Einarsson, Sigríður Hagalín, Sirry, Ólafur Jóhann, Auður Jónsdóttir, Ragnar Jónasson, Kristinn Óli. Almennur opnunartími sýningar verður alla daga frá 13-17 en opið verður til klukkan 20:00 dagana 22. og 23. desember. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir af opnuninni: Hátíðlegt í Ásmundarsal.Hrefna Björg Gylfadóttir Listafólkið Eva Ísleifsdóttir og Logi Leó Gunnarsson eru bæði með verk á sýningunni.Hrefna Björg Gylfadóttir Á Jólasýningunni má finna verk eftir 32 samtímalistamenn. Hrefna Björg Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson og Ágúst Bent létu sjá sig á opnuninni. Hrefna Björg Gylfadóttir Ólöf Rut sýningarstjóri ræðir við gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Margrét Ósk og Dóra Björg Marinósdætur virða verkin fyrir sér af miklum áhuga. Í bakgrunn má sjá Áslaugu Thorlacius og Finn Arnar. Hrefna Björg Gylfadóttir Listin gladdi gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Helga Jóakimsdóttir sýningarstjóri ásamt eiginmanni sínum Erlendi Sveinssyni leikstjora og börnum. Hrefna Björg Gylfadóttir Gamaldags bókaverzlun í Gryfjunni.Hrefna Björg Gylfadóttir Gestir skoðuðu verkin af mikilli kostgæfni. Hrefna Björg Gylfadóttir Hægt verður að sækja Jólabóka-glögg í Bókaverzlun Ásmundarsalar alla þriðjudaga fram að jólum. Hrefna Björg Gylfadóttir Samhliða Jólasýninginni var gefin út bók með listaverkunum og listamönnunum. Hrefna Björg Gylfadóttir Verk Karoliinu Hellberg til vinstri, verk Loja Höskuldssonar til hægri og skúlptúr eftir Gabríelu Friðriksdóttur í forgrunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Helga Jónsdóttir, Helga Dröfn Þórarinsdóttir og Elfa Björk Björgvinsdóttir.Hrefna Björg Gylfadóttir Heiða Magnúsdóttir, Raghnhildur Ágústsdóttir og Haraldur Friðjónsson. Hrefna Björg Gylfadóttir Fjölbreyttur hópur myndlistarfólks sýnir á Jólasýningunni í Ásmundarsal og notast það við margvíslega miðla. Hrefna Björg Gylfadóttir Myndlistarmennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Finnur Arnar sem bæði eru með verk á sýningunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Listræn jólagleði! Hrefna Björg Gylfadóttir Gestir nutu þess að skoða bók sýningarinnar.Hrefna Björg Gylfadóttir Myndlist Menning Jól Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Seldi öll verk sín á fyrstu fimm mínútunum „Mikil eftirvænting var í loftinu, þá sérstaklega eftir verkum eftir listamanninn Loja Höskuldsson sem seldust upp á fyrstu fimm mínútunum. Einnig seldust öll verkin eftir Fritz Hendrik og Ásgerði Birnu Björnsdóttur, sem hlaut Hvatningarverðlaunin á Myndlistarverðlaunum Íslands 2023. Sýningin er sölusýning með verkum eftir 32 samtímalistamenn, sem unnu verkin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Helga Jóakimsdóttir og Ólöf Rut Stefánsdóttir sáu um sýningarstjórn en á sýningunni má sjá breiðan hóp myndlistarmanna, allt frá nýútskrifuðum listamönnum yfir í eldri kanónur á borð við Kristinn E. Hrafnsson, Gabríelu Friðriksdóttur og Finnboga Pétursson,“ segir í fréttatilkynningu. Listunnendur lögðu leið sína á opnun Jólasýningarinnar í Ásmundarsal. Verk listamannsins Loja Höskuldssonar seldust upp á fyrstu fimm mínútunum.Hrefna Björg Gylfadóttir Þetta er í annað sinn sem sýningin er sett upp með þessu móti en samhliða henni er gefin út bók með viðtölum við listamennina, innliti á vinnustofur þeirra og verkunum sem eru á sýningunni. Þar með nær sýningin að lifa áfram að henni lokinni. Listamenn á Jólasýningunni 2023 eru: Amanda Riffo, Andreas Brunner, Árni Jónsson, Á. Birna Björnsdóttir, Brák Jónsdóttir, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Curro Rodriguez, Elísabet Brynhildardóttir, Emma Heiðarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Finnbogi Pétursson, Finnur Arnar, Fritz Hendrik, Gabríela Friðriks, Geirþrúður Hjörvar, Helga Páley, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Ívar Valgarðsson, Karoliina Hellberg, Kristin Nordhoy, Kristinn E. Hrafnsson, Logi Leó, Loji Höskuldsson, Lukas Kindermann, Nína Óskarsdóttir, Shu Yi, Sigurður Guðjónsson, Sigurrós G. Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Weronika Balcerak. Ólöf Rut sýningarstjóri segist hafa selt listaverk í fyrsta skipti í gegnum Instagram í tengslum við sýninguna. „Við erum með verk eftir Karoliinu Hellberg sem er mjög eftirsótt í Finnlandi. Pósthólfið og Instagram hjá okkur var því logandi af Finnum sem komust ekki á sýninguna og vildu næla sér í verk eftir hana.“ Heiða Magnúsdóttir, eigandi Ásmundarsalar, ræddi um verkin við gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Jólabóka-glögg með rithöfundum Á sama tíma opnaði gamaldags Bókaverzlun í Gryfjunni, sem er sýningarrými á fyrstu hæð, þar sem áhersla er lögð á að kynna nýjar bækur í bland við gamlar og rótgrónar bókmenntir, þeirra á meðal bókverk og bækur um myndlist. „Þessi jólin eiga gestir og gangandi því eftir að geta sótt sér innblástur í bækur í Ásmundarsal og spjallað við marga fremstu rithöfunda landsins á Jólabóka-glöggi, sem er kvöldviðburður sem haldinn er alla þriðjudaga fram að jólum á milli klukkan 20-22. Þar er einnig að finna svokallaðan Photo-Moon-booth þar sem fólk getur tekið jólamynd.“ Birna Rún Gísladóttir skemmti sér vel í Gryfjunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Nú þegar er einum viðburði lokið en þeir höfundar sem taka þátt í næstu Jólabóka-glöggum eru: Þriðjudagur 12.des | klukkan 20-22 Yrsa Sigurðar, Rán Flygenring, Hjörleifur Hjartarson, Birgitta Haukdal, Auður Ólafs, Gunnar Helgason, Þórdís Gísladóttir, Linda Ólafsdóttir. Þriðjudagur 19.des | klukkan 20-22 Margrét Tryggvadóttir, Tómar R. Einarsson, Sigríður Hagalín, Sirry, Ólafur Jóhann, Auður Jónsdóttir, Ragnar Jónasson, Kristinn Óli. Almennur opnunartími sýningar verður alla daga frá 13-17 en opið verður til klukkan 20:00 dagana 22. og 23. desember. Hér má sjá fleiri vel valdar myndir af opnuninni: Hátíðlegt í Ásmundarsal.Hrefna Björg Gylfadóttir Listafólkið Eva Ísleifsdóttir og Logi Leó Gunnarsson eru bæði með verk á sýningunni.Hrefna Björg Gylfadóttir Á Jólasýningunni má finna verk eftir 32 samtímalistamenn. Hrefna Björg Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson og Ágúst Bent létu sjá sig á opnuninni. Hrefna Björg Gylfadóttir Ólöf Rut sýningarstjóri ræðir við gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Margrét Ósk og Dóra Björg Marinósdætur virða verkin fyrir sér af miklum áhuga. Í bakgrunn má sjá Áslaugu Thorlacius og Finn Arnar. Hrefna Björg Gylfadóttir Listin gladdi gesti. Hrefna Björg Gylfadóttir Helga Jóakimsdóttir sýningarstjóri ásamt eiginmanni sínum Erlendi Sveinssyni leikstjora og börnum. Hrefna Björg Gylfadóttir Gamaldags bókaverzlun í Gryfjunni.Hrefna Björg Gylfadóttir Gestir skoðuðu verkin af mikilli kostgæfni. Hrefna Björg Gylfadóttir Hægt verður að sækja Jólabóka-glögg í Bókaverzlun Ásmundarsalar alla þriðjudaga fram að jólum. Hrefna Björg Gylfadóttir Samhliða Jólasýninginni var gefin út bók með listaverkunum og listamönnunum. Hrefna Björg Gylfadóttir Verk Karoliinu Hellberg til vinstri, verk Loja Höskuldssonar til hægri og skúlptúr eftir Gabríelu Friðriksdóttur í forgrunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Helga Jónsdóttir, Helga Dröfn Þórarinsdóttir og Elfa Björk Björgvinsdóttir.Hrefna Björg Gylfadóttir Heiða Magnúsdóttir, Raghnhildur Ágústsdóttir og Haraldur Friðjónsson. Hrefna Björg Gylfadóttir Fjölbreyttur hópur myndlistarfólks sýnir á Jólasýningunni í Ásmundarsal og notast það við margvíslega miðla. Hrefna Björg Gylfadóttir Myndlistarmennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Finnur Arnar sem bæði eru með verk á sýningunni. Hrefna Björg Gylfadóttir Listræn jólagleði! Hrefna Björg Gylfadóttir Gestir nutu þess að skoða bók sýningarinnar.Hrefna Björg Gylfadóttir
Myndlist Menning Jól Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira