Sérhver manneskja Anna Lúðvíksdóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Anna Lúðvíksdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar