Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 18:50 Vladimír Pútín og Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan, forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Abu Dhabi í morgun. AP/Sergei Savostyanov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum.
Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira