Ákæruvaldið furðar sig á því að samræði við barn sé ekki talið nauðgun Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 13:55 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun þrátt fyrir að sannað væri að hann hefði haft samræði við þrettán ára stúlku. Hann var sakfelldur fyrir brot samkvæmt öðru ákvæði hegningarlaga um bann við samræði við börn. 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í febrúar árið 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku sem þá var 13 ára, en hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Ákæruvaldið heimfærði háttsemi mannsins annars vegar undir ákvæði almennra hegningarlaga sem varðar nauðgun og hins vegar ákvæði um samræði við barn undir fimmtán ára aldri. Stúlkan talin hafa veitt samþykki Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að talið væri hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn og þrettán ára stúlkan hefðu haft samfarir og hann vitað að stúlkan væri svo ung. Væri hann því sakfelldur fyrir að hafa samræði við barn. Ekki hafi þótt sannað að stúlkan hefði veitt honum munnmök. Dómurinn tók þá til skoðunar hvort rétt væri að sakfella karlmanninn fyrir nauðgun. Dómurinn sagði að ekki yrði annað ráðið af samskiptum stúlkunnar við vinkonur sínar en að hún hafi verið sátt og jafnvel stolt af því að hafa misst meydóm sinn. Var því lagt til grundvallar að samfarirnar hefðu verið án sérstakrar eða sértækrar nauðungar. Stóð þá eftir hvort samræði fullorðins einstaklings við þrettán ára barn teldist ávallt nauðgun í því ljósi að þrettán ára barn gæti undir engum kringumstæðum fallist á samræði við fullorðinn einstakling svo gilt sé. Dómurinn benti á að ekki hefði komið fram að karlmaðurinn hefði notfært sér yfirburðaaðstöðu til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hefði verið varnarlaus. Var hann því sýknaður af ákæru um nauðgun þrettán ára stúlkunnar. Ákvæði sem leggur áherslu á samþykki feli líka í sér kröfu um nauðung Í rökstuðningi dómara segir að af frumvarpi til breytinga á nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 2018 verði ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi ákvæðisins að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti,“ segir í 194. grein almennra hegningarlaga eftir lagabreytinguna. Í frumvarpi um breytinguna segir að með því hafi verið lagt til að ákvæðinu yrði breytt á þann veg að samþykki yrði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig yrði horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þrettán ára börn geti ekki veitt samþykki Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms sé alls ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. „Eins og við leggjum þetta upp þá geta börn á þessum aldri ekki veitt samþykki og þegar um er að ræða svona mikinn aldursmun þá geti það ekki talist gilt samþykki. Við erum að byggja á því að þetta sé ólögmæt nauðung í ljósi yfirburðarstöðu.“ Hún segir að embætti hennar hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við Ríkissaksóknara og það sé á borði hans að taka ákvörðun um mögulega áfrýjun. Þá segir hún að sami refsirammi, eins til sextán ára fangelsi, sé í báðum ákvæðum sem maðurinn var ákærður fyrir. Það hafi þó töluverð áhrif á ákvörðun refsingar að ekki sé sakfellt fyrir bæði brot. Athugasemd ritstjórnar Karlmaðurinn er ekki nafngreindur í frétt Vísis til að gæta að hagsmunum brotaþola í málinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira