RÚV uppfærir verðskrána og hættir að rukka fyrir táknið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 11:40 Það hefur löngum verið hefð á mörgum heimilum að senda og hlusta á jólakveðjur RÚV. Ríkisútvarpið hefur breytt gjaldskránni fyrir svokallaðar Jólakveðjur Ríkisútvarpsins, þar sem kveðjur landsmanna til ástvina eru lesnar upp á Rás 1 að kvöldi 22. desember og alla Þorláksmessu. Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða. Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða.
Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira