RÚV uppfærir verðskrána og hættir að rukka fyrir táknið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 11:40 Það hefur löngum verið hefð á mörgum heimilum að senda og hlusta á jólakveðjur RÚV. Ríkisútvarpið hefur breytt gjaldskránni fyrir svokallaðar Jólakveðjur Ríkisútvarpsins, þar sem kveðjur landsmanna til ástvina eru lesnar upp á Rás 1 að kvöldi 22. desember og alla Þorláksmessu. Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða. Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða.
Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira