Löwen greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að Ýmir verði áfram í þýsku úrvalsdeildinni en ekki kemur fram til hvaða liðs hann fer.
Sem fyrr sagði kom Ýmir til Löwen frá Val í febrúar 2020. Hann hefur alls leikið 158 leiki fyrir Löwen í öllum keppnum og skorað 87 mörk.
Ýmir varð bikarmeistari með Ljónunum frá Mannheim á síðasta tímabili. Liðið vann þá Magdeburg í bikarúrslitum.
Löwen er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sautján stig eftir fimmtán leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Lemgo á morgun.