Evrópuferðalagið í leka húsbílnum endar við Reykjavíkurtjörn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Félagarnir pössuðu sig á því að njóta á milli tónleika. Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur. „Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp