Hundrað og fimmtíu íbúðir verða auglýstar í fyrstu lotu og eru þær á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og víðar. Áfram verður svo tekið við skráningum íbúða á vefnum.
Fram kemur í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum að samningar sem gerðir eru á vettvangi leigutorgsins séu milli leigusala og leigjenda. Ríkið veiti íbúum jafnframt sérstakan húsaleigustyrk í samræmi við nýsett lög um það.
Aðgerðin er hluti af húsnæðisstuðningi ríkisins við Grindvíkinga. Torgið er aðeins opið þeim sem höfðu skráð lögheimili í Grindavík 10. nóvember síðastliðinn og þarf rafræn skilríki til að komast inn á torgið.