Mannréttindi allra kvenna Stella Samúelsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun