„Eins og konfektmoli sem mann langar í aftur og aftur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 15:00 Munnbiti er fyrsta bók Ástarsögufélagsins. Brynja Sif, formaður félagsins, segir félagið stefna á að gefa út tvær til þrjár bækur á ári. Aðsendar Ástarsögufélagið gefur í næstu viku út sína fyrstu bók, Munnbiti. Bókin er skrifuð af félögum félagsins og eru nær allir þeirra með verk í bókinni. Meðal höfunda eru handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem stígur sín fyrstu skref í ástarsögugerð í bókinni. Alls eru 37 félagar í félaginu og eiga um 30 þeirra verk í bókinni. „Þetta er framúrskarandi árangur að svo margir félagar taki þátt. Félagið er stofnað í júní og svo svona ástarafkvæmi verði til þarf mikla samstöðu og orku,“ segir Brynja Sif Skúladóttir, ein stofnenda og formaður félagsins. Hún segir bókina einstaka í íslenskri bókmenntasögu. Aldrei hafi áður jafn margir höfundar sameinað skrif sín í bók þar sem ástin er erfðaefni textanna. Hún segir höfundahópinn mjög ólíkan en á sama tíma einstaklega samhentan. „Við erum á ólíkum aldri, með ólíkan bakgrunn en erum öll með ástríðu fyrir skrifum. Við erum mjög stolt af þessu. Við stefnum að því að gefa út eina til þrjár bækur á ári. Þetta rit var hugsað sem kynningarrit á flestum okkar félögum,“ segir Brynja. Fjalla um ólíkar hliðar ástarinnar Hún segir bókina mjög veglega. Hún sé um 130 síður og í henni sé að finna um 34 verk eftir um 30 höfunda sem eigi það öll sameiginlegt að fjalla um ástina. „Um ást í sinni fjölbreyttustu mynd. Þetta eru sögur, ljóð og prósar. Hvert verk er frekar stutt. Lesandanum er boðið inn í ólíka heima þar sem fjallað er um margar hliðar ástarinnar. Þær tilfinningar sem textarnir kalla fram virka á þig bæði á meðan þú lest en ég er líka sannfærð um að tilfinningarnar geta fylgt lesandanum áfram. Þetta er eins og konfektmoli sem mann langar í aftur og aftur.“ Brynja segir allt sem snúi að ástinni hreyfi við tilfinningum okkar og það séu ekkert alltaf auðveldar tilfinningar. „Það er allt litróf ástarinnar. Til að sjá ljósið þarftu að sjá skuggann og það er þannig líka með ástina. Það er oft ferð í rússíbana. Það er boðið upp á fegurstu tilfinningarnar en líka þær erfiðustu. Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa bók hvað hún býður upp á mörg ólík sjónarhorn og mismunandi birtingamyndir ástarinnar.“ Brynja segir félagið frá stofnun í júní hafa verið mjög virkt. Þau hafi verið með gjörning á Menningarnótt þar sem þau aðstoðuðu fólk við að skrifa ástarbréf og stefni á að halda fleiri gjörninga eftir því sem fram líður. Ásamt því að skrifa texta og bækur. Forsætisráðherra gaf út glæpasögu í fyrra en ástarsögu í ár. Vísir/Arnar „Það er okkar markmið að fólk setji meiri athygli á ást í textum.“ Finnst þér hún að einhverju leyti töluð niður, ástin? „Annað þykir kannski vera merkilegra. Ástin er drífandi kraftur í mörgum skáldverkum þó við hugsum ekki um þau sem ástarsögur. Það er kannski stór skáldsaga þar sem er fjölskyldusaga í forgrunni en víða ást sem drífur textana áfram. Ástin er svo víða en það er ekki það sem er haldið uppi varðandi margar sögur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að samfélagið leggi meðvitað meiri áherslu á ástina.“ Spurð hvort höfundar verkanna hafi skrifað áður segir hún hópinn mjög fjölbreyttan. Stór hluti félaga séu útgefnir höfundar og aðrir séu útskrifaðir með meistaragráðu í ritlist eða séu nemar í ritlist í háskólanum. „Í okkar röðum er til dæmis fyrrverandi handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist. Svo þarf ekkert að fela það að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er að stíga sín fyrstu skref í að skrifa ástleitna sögu. Við erum auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Brynja Sif en ekki síður með aðra minna þekkta höfunda sem blómstra í bókinni. Spurð hvort það sé erfiðara að skrifa um ástina segir Brynja það ekki endilega erfiðara, en að það sé krefjandi. „Þú þarft að fara inn í hjartað og sækja orkuna þaðan. Orkuna sem á að flæða inn í textann. Oft ertu líka að takast á við eitthvað og skrifa um eitthvað sem getur verið erfitt og sársaukafullt. Því ástin er líka þannig. Þetta er því ekki erfitt, en krefjandi. En það er það sem rithöfundar vilja. Við viljum skrifa um hluti sem hreyfa við okkur. Það er á sama tíma líka gefandi að skrifa um erfiðar tilfinningar, það er líka leið til að skilja þær betur. Allar manneskjur þurfa á ást að halda á einn eða annan hátt. Sama hvort það er ást á milli para, ást foreldra á barni, eða ást á viðfangsefni, eða ást á stað eða öðru. Við þráum öll að hafa ást í lífi okkar á einn eða annan hátt.“ Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist á verk í bókinni. Stöð 2 Hún segir ástina birtast í bókinni á ólíkan hátt. Það sé ást milli tveggja einstaklinga, lostafull ást, ástarsorg, ást á orðum, augnabliks ást, ást úr fortíðinni, söknuður eftir ást, hikandi ást, ást í dauðaslitrunum, ættjarðarást, ást á mat og svo mætti lengi telja og í bókinni sé tekið á þessu öllu. „Ástin getur verið nístandi erfið og myrk en hún getur líka kallað fram sterkustu og fegurstu tilfinningar sem við sem mannverur getum upplifað.“ Hér að neðan má sjá búta úr nokkrum verkum bókarinnar. Halldor Magnusson Forvitnin í augunum heillaði mig og hvernig hún bar sig. Hún gengur ekki, líður áfram eins og í draumi. Ásdís Káradóttir Hún sagði honum frá dálæti sínu á bókum Allende og bætti við að þó svo að Lanzarote-vínið væri gott þá væru orð besti ástardrykkurinn, G-bletturinn væri í eyrunum. Þórhildur Sveinsdóttir Hann sér hvernig litur peysunnar lýsist þar sem hún strekkist yfir mjúk brjóstin. Hann lítur hratt undan, finnst hann hafa verið að gægjast. Berglind Erna Tryggvadóttir Elskhuginn sem hún hafði tekið sér í frumskóginum, þaðan sem hún var að koma, var sænskur næringarfræðingur. Þórunn Rakel Gylfadóttir Á pallinum kasta ég af mér blautum nærfötunum og leggst með gæsahúð á lúið Álafossteppi sem lyktar af gömlum sálum. Jóna Valborg Árnadóttir Dóri hafði oft komið Sæunni á óvart en það var orðið langt síðan síðast. (Biðin) Valgerður Ólafsdóttir Pældu í að ég sé síðasti maðurinn sem þú ert með og þú síðasta konan sem ég er með, sagðir þú. Brynja Sif Skúladóttir Legg bókina á borðið fyrir framan mig, strýk yfir kjölinn. Þegar ég les fyrstu setninguna verða brjóstin aftur stinn og hárið nær niður að mitti. Guðrún Friðriks Hann tók utan um mig og ég fann fyrir vöðvastæltum líkamanum, bringa hans upp við mína, og ósjálfráða taugakerfið bar kennsl á karldýr vænlegt til undaneldis. Ragnhildur Guðmundsdóttir Það var erfitt að koma suðrænum Evrópubúa í skilning um þetta. Sem hafði alist upp við heilagleika kaffis. Ástin og lífið Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsætisráðherra meðal stofnfélaga Ástarsögufélagsins Stofnfundur Ástarsögufélagsins fór fram þann 25. júní í Reykjavík en markmið félagsins er að skrifa og gefa út fjölbreytta texta drifna áfram af krafti ástarinnar ásamt því að standa fyrir viðburðum og gjörningum. 30. júní 2023 16:47 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Alls eru 37 félagar í félaginu og eiga um 30 þeirra verk í bókinni. „Þetta er framúrskarandi árangur að svo margir félagar taki þátt. Félagið er stofnað í júní og svo svona ástarafkvæmi verði til þarf mikla samstöðu og orku,“ segir Brynja Sif Skúladóttir, ein stofnenda og formaður félagsins. Hún segir bókina einstaka í íslenskri bókmenntasögu. Aldrei hafi áður jafn margir höfundar sameinað skrif sín í bók þar sem ástin er erfðaefni textanna. Hún segir höfundahópinn mjög ólíkan en á sama tíma einstaklega samhentan. „Við erum á ólíkum aldri, með ólíkan bakgrunn en erum öll með ástríðu fyrir skrifum. Við erum mjög stolt af þessu. Við stefnum að því að gefa út eina til þrjár bækur á ári. Þetta rit var hugsað sem kynningarrit á flestum okkar félögum,“ segir Brynja. Fjalla um ólíkar hliðar ástarinnar Hún segir bókina mjög veglega. Hún sé um 130 síður og í henni sé að finna um 34 verk eftir um 30 höfunda sem eigi það öll sameiginlegt að fjalla um ástina. „Um ást í sinni fjölbreyttustu mynd. Þetta eru sögur, ljóð og prósar. Hvert verk er frekar stutt. Lesandanum er boðið inn í ólíka heima þar sem fjallað er um margar hliðar ástarinnar. Þær tilfinningar sem textarnir kalla fram virka á þig bæði á meðan þú lest en ég er líka sannfærð um að tilfinningarnar geta fylgt lesandanum áfram. Þetta er eins og konfektmoli sem mann langar í aftur og aftur.“ Brynja segir allt sem snúi að ástinni hreyfi við tilfinningum okkar og það séu ekkert alltaf auðveldar tilfinningar. „Það er allt litróf ástarinnar. Til að sjá ljósið þarftu að sjá skuggann og það er þannig líka með ástina. Það er oft ferð í rússíbana. Það er boðið upp á fegurstu tilfinningarnar en líka þær erfiðustu. Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa bók hvað hún býður upp á mörg ólík sjónarhorn og mismunandi birtingamyndir ástarinnar.“ Brynja segir félagið frá stofnun í júní hafa verið mjög virkt. Þau hafi verið með gjörning á Menningarnótt þar sem þau aðstoðuðu fólk við að skrifa ástarbréf og stefni á að halda fleiri gjörninga eftir því sem fram líður. Ásamt því að skrifa texta og bækur. Forsætisráðherra gaf út glæpasögu í fyrra en ástarsögu í ár. Vísir/Arnar „Það er okkar markmið að fólk setji meiri athygli á ást í textum.“ Finnst þér hún að einhverju leyti töluð niður, ástin? „Annað þykir kannski vera merkilegra. Ástin er drífandi kraftur í mörgum skáldverkum þó við hugsum ekki um þau sem ástarsögur. Það er kannski stór skáldsaga þar sem er fjölskyldusaga í forgrunni en víða ást sem drífur textana áfram. Ástin er svo víða en það er ekki það sem er haldið uppi varðandi margar sögur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að samfélagið leggi meðvitað meiri áherslu á ástina.“ Spurð hvort höfundar verkanna hafi skrifað áður segir hún hópinn mjög fjölbreyttan. Stór hluti félaga séu útgefnir höfundar og aðrir séu útskrifaðir með meistaragráðu í ritlist eða séu nemar í ritlist í háskólanum. „Í okkar röðum er til dæmis fyrrverandi handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist. Svo þarf ekkert að fela það að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er að stíga sín fyrstu skref í að skrifa ástleitna sögu. Við erum auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Brynja Sif en ekki síður með aðra minna þekkta höfunda sem blómstra í bókinni. Spurð hvort það sé erfiðara að skrifa um ástina segir Brynja það ekki endilega erfiðara, en að það sé krefjandi. „Þú þarft að fara inn í hjartað og sækja orkuna þaðan. Orkuna sem á að flæða inn í textann. Oft ertu líka að takast á við eitthvað og skrifa um eitthvað sem getur verið erfitt og sársaukafullt. Því ástin er líka þannig. Þetta er því ekki erfitt, en krefjandi. En það er það sem rithöfundar vilja. Við viljum skrifa um hluti sem hreyfa við okkur. Það er á sama tíma líka gefandi að skrifa um erfiðar tilfinningar, það er líka leið til að skilja þær betur. Allar manneskjur þurfa á ást að halda á einn eða annan hátt. Sama hvort það er ást á milli para, ást foreldra á barni, eða ást á viðfangsefni, eða ást á stað eða öðru. Við þráum öll að hafa ást í lífi okkar á einn eða annan hátt.“ Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist á verk í bókinni. Stöð 2 Hún segir ástina birtast í bókinni á ólíkan hátt. Það sé ást milli tveggja einstaklinga, lostafull ást, ástarsorg, ást á orðum, augnabliks ást, ást úr fortíðinni, söknuður eftir ást, hikandi ást, ást í dauðaslitrunum, ættjarðarást, ást á mat og svo mætti lengi telja og í bókinni sé tekið á þessu öllu. „Ástin getur verið nístandi erfið og myrk en hún getur líka kallað fram sterkustu og fegurstu tilfinningar sem við sem mannverur getum upplifað.“ Hér að neðan má sjá búta úr nokkrum verkum bókarinnar. Halldor Magnusson Forvitnin í augunum heillaði mig og hvernig hún bar sig. Hún gengur ekki, líður áfram eins og í draumi. Ásdís Káradóttir Hún sagði honum frá dálæti sínu á bókum Allende og bætti við að þó svo að Lanzarote-vínið væri gott þá væru orð besti ástardrykkurinn, G-bletturinn væri í eyrunum. Þórhildur Sveinsdóttir Hann sér hvernig litur peysunnar lýsist þar sem hún strekkist yfir mjúk brjóstin. Hann lítur hratt undan, finnst hann hafa verið að gægjast. Berglind Erna Tryggvadóttir Elskhuginn sem hún hafði tekið sér í frumskóginum, þaðan sem hún var að koma, var sænskur næringarfræðingur. Þórunn Rakel Gylfadóttir Á pallinum kasta ég af mér blautum nærfötunum og leggst með gæsahúð á lúið Álafossteppi sem lyktar af gömlum sálum. Jóna Valborg Árnadóttir Dóri hafði oft komið Sæunni á óvart en það var orðið langt síðan síðast. (Biðin) Valgerður Ólafsdóttir Pældu í að ég sé síðasti maðurinn sem þú ert með og þú síðasta konan sem ég er með, sagðir þú. Brynja Sif Skúladóttir Legg bókina á borðið fyrir framan mig, strýk yfir kjölinn. Þegar ég les fyrstu setninguna verða brjóstin aftur stinn og hárið nær niður að mitti. Guðrún Friðriks Hann tók utan um mig og ég fann fyrir vöðvastæltum líkamanum, bringa hans upp við mína, og ósjálfráða taugakerfið bar kennsl á karldýr vænlegt til undaneldis. Ragnhildur Guðmundsdóttir Það var erfitt að koma suðrænum Evrópubúa í skilning um þetta. Sem hafði alist upp við heilagleika kaffis.
Halldor Magnusson Forvitnin í augunum heillaði mig og hvernig hún bar sig. Hún gengur ekki, líður áfram eins og í draumi. Ásdís Káradóttir Hún sagði honum frá dálæti sínu á bókum Allende og bætti við að þó svo að Lanzarote-vínið væri gott þá væru orð besti ástardrykkurinn, G-bletturinn væri í eyrunum. Þórhildur Sveinsdóttir Hann sér hvernig litur peysunnar lýsist þar sem hún strekkist yfir mjúk brjóstin. Hann lítur hratt undan, finnst hann hafa verið að gægjast. Berglind Erna Tryggvadóttir Elskhuginn sem hún hafði tekið sér í frumskóginum, þaðan sem hún var að koma, var sænskur næringarfræðingur. Þórunn Rakel Gylfadóttir Á pallinum kasta ég af mér blautum nærfötunum og leggst með gæsahúð á lúið Álafossteppi sem lyktar af gömlum sálum. Jóna Valborg Árnadóttir Dóri hafði oft komið Sæunni á óvart en það var orðið langt síðan síðast. (Biðin) Valgerður Ólafsdóttir Pældu í að ég sé síðasti maðurinn sem þú ert með og þú síðasta konan sem ég er með, sagðir þú. Brynja Sif Skúladóttir Legg bókina á borðið fyrir framan mig, strýk yfir kjölinn. Þegar ég les fyrstu setninguna verða brjóstin aftur stinn og hárið nær niður að mitti. Guðrún Friðriks Hann tók utan um mig og ég fann fyrir vöðvastæltum líkamanum, bringa hans upp við mína, og ósjálfráða taugakerfið bar kennsl á karldýr vænlegt til undaneldis. Ragnhildur Guðmundsdóttir Það var erfitt að koma suðrænum Evrópubúa í skilning um þetta. Sem hafði alist upp við heilagleika kaffis.
Ástin og lífið Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsætisráðherra meðal stofnfélaga Ástarsögufélagsins Stofnfundur Ástarsögufélagsins fór fram þann 25. júní í Reykjavík en markmið félagsins er að skrifa og gefa út fjölbreytta texta drifna áfram af krafti ástarinnar ásamt því að standa fyrir viðburðum og gjörningum. 30. júní 2023 16:47 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Forsætisráðherra meðal stofnfélaga Ástarsögufélagsins Stofnfundur Ástarsögufélagsins fór fram þann 25. júní í Reykjavík en markmið félagsins er að skrifa og gefa út fjölbreytta texta drifna áfram af krafti ástarinnar ásamt því að standa fyrir viðburðum og gjörningum. 30. júní 2023 16:47