„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 19:14 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson voru meðal þeirra sem skipulögðu mótmælin. Vísir/Steingrímur Dúi Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir. Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir.
Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira