„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 19:14 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson voru meðal þeirra sem skipulögðu mótmælin. Vísir/Steingrímur Dúi Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir. Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir.
Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira