Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 00:17 Dennis Brown drakk vanalega ekki orkudrykki vegna hás blóðþrýstings og hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir koffínmagninu í límonaðinu frá Panera. AP Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Matur Bandaríkin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni.
Matur Bandaríkin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira