Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 00:17 Dennis Brown drakk vanalega ekki orkudrykki vegna hás blóðþrýstings og hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir koffínmagninu í límonaðinu frá Panera. AP Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Matur Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni.
Matur Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira