Enski boltinn

„Þetta var virki­lega góð próf­raun“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep í leik dagsins.
Pep í leik dagsins. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

„Virkilega góð frammistaða eftir það sem gerðist í síðasta leik,“ sagði Pep Guardiola eftir að lærisveinar hans í Manchester City unnu 2-1 endurkomusigur á nýliðum Luton Town í ensku úrvalsdeildinni.

Englandsmeistararnir höfðu átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum og töpuðu í vikunni fyrir Aston Villa. Það kom samt sem áður verulega á óvart þegar nýliðar Luton náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks í dag.

„Við fengum á okkur mark í blálok fyrri hálfleiks. Þetta var virkilega góð prófraun og leikmennirnir brugðust við á réttan hátt.“

„Það er prófraunin, hvernig þeir hlupu, hvernig þeir börðust, hvernig þeir brugðust við og hvernig þeir höguðu sér. Ég er virkilega stoltur af liðinu.“

„Við spiluðum betur í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mun betri af okkar hálfu en við þurftum mörk og í fyrri hálfleik skoruðum við ekki.“

Að endingu var Pep spurður út í fjarveru norska framherjans Erling Braut Håland og hversu lengi hann verði frá.

„Við vitum það ekki. Þetta er fóturinn hans og við verðum að sjá til. Tökum einn dag í einu, eina viku í einu. Vonandi snýr hann til baka áður en HM félagsliða hefst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×