Enski boltinn

„Virki­lega, virki­lega von­svikinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mauricio Pochettino hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea.
Mauricio Pochettino hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea. EPA-EFE/PETER POWELL

Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, gat ekki falið pirring sinn þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-0 tap gegn Everton.

„Fótbolti snýst um að skora mörk og við erum nægilega klínískir (e. clinical) fyrir framan markið. Ég er virkilega, virkilega vonsvikinn. Við fengum ekki stigin sem við áttum skilið. Ég tel okkur hafa verið betri aðilann en við fengum ekki það sem við áttum skilið,“ sagði Pochettino eftir leik.

„Við þurfum að fara yfir vandamál okkar, við þurfum að leikgreina raunveruleikann. Við þurfum að tala saman og reyna bæta okkur í næsta félagaskiptaglugga.“

„Að lokum var Pochettino spurður út í meiðsli Reece James sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

„Hann fann eitthvað í aftanverðu lærinu. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og slæmt fyrir hann að lenda í enn einum meiðslunum.“

Eftir tap dagsins er Chelsea í 12. sæti með 19 stig að loknum 16 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×