Lífið

Loð­vík löngu­tangar­laus á jóla­korti konungs­fjöl­skyldunnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hér má sjá Vilhjálm og Katrínu ásamt börnum sínum þremur. Þau eru frá hægri Loðvík, Karlotta og Georg.
Hér má sjá Vilhjálm og Katrínu ásamt börnum sínum þremur. Þau eru frá hægri Loðvík, Karlotta og Georg. Instagram

Hjónin Vilhjálmur og Katrín, krónprins og prinsessa af Wales, hafa sent frá sér árlegt jólakort fjölskyldunnar. Það sem hefur vakið sérstaka athygli er að það vantar löngutöng á Loðvík prins. Kenningar eru uppi um að hún hafi verið klippt af í myndvinnslunni.

Myndin er tekin í stúdíói af ljósmyndararnum Joe Shinner og þar má sjá Vilhjálm og Katrínu með börnunum þremur: hinum tíu ára Georgi prinsi, hinni átta ára Karlottu prinsessu og hinum fimm ára Lúðvíki prinsi.

Fjölskyldan er í stíl á myndinni, nokkuð formleg og klædd í skyrtur með kraga. Katrín og Karlotta eru báðar í gallabuxum á meðan hinir þrír eru í svörtum buxum. Loðvík er að vísu í stuttbuxum en það sem meira er þá er löngutöng hans hvergi að sjá. Netverjar hafa gert mikið grín að þessu meinta klúðri á meðan ljósmyndasérfræðingar telja alls ekki víst að átt hafi verið við myndina.

Fyrir utan löngutangarleysið er þessi svarthvíta mynd nokkuð frábrugðin fyrri jólakveðjum fjölskyldunnar, til dæmis var fjölskyldan í sumarklæðnaði og stuttbuxum á jólakortinu 2022.

Það var sól og sumar í jólakveðjunni 2022.Instagram

Árið í ár hefur verið viðburðaríkt fyrir Vilhjálm og Katrínu þar sem hlutu nýja titla við krýningu Karls þriðja. Þá færðust bæði Vilhjálmur og Georg nær krúnunni enda næstir í röðinni á eftir Karli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×