Lífið

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skyrgámur, sem stal senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann spilaði á trommurnar fyrir tónleikagesti á jólatónleikum.
Skyrgámur, sem stal senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann spilaði á trommurnar fyrir tónleikagesti á jólatónleikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Reynir Pétur byrjaði tónleikana með því að spila á munnhörpuna sína.

Svo kom Sólheimakórinn á sviðið og söng nokkur jólalög og það var meira að segja jólasveinn í hópnum, Skyrgámur, sem tók að sér að stjórna kórnum með sprotanum sínum. Hann sagðist vera 35 ára gamall, Grýla væri skemmtileg en að Leppalúði væri bara gamall karl.

„Þetta er frábær kór, besti kór á Íslandi að mínu mati. Það komast allir í jólaskap að hlusta á okkur, við komum með jólin til þeirra sem koma og sækja þau til okkar,” segir Hallbjörn Rúnarsson stjórnandi tónlistarmála á Sólheimum.

Hallbjörn Valgeir Rúnarsson stjórnandi tónlistarmála á Sólheimum er að gera mjög góða hluti á staðnum þegar tónlistinni er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og Ármanni Eggertssyni, íbúa á Sólheimum finnst svo gaman að syngja með kórnum að hann vill að kórinn komast í Idolið á Stöð 2. Hann spilaði líka á trommur á tónleikunum. En hvort er nú skemmtilegra að syngja í kórnum eða að spila á trommurnar?

„Bæði, bæði að syngja í kórnum og ég labbaði yfir að trommunum mínum og spilaði þar líka. Ég er rosalega góður á trommum”, segir Ármann, sem er komin í jólaskap eins og aðrir íbúar á Sólheimum. 

Ármann félagi í Sólheimakórnum og trommuleikari en hann vill endilega að kórinn komst í Idolið á Stöð 2 til að keppa þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

En Skyrgámur var sá, sem stal senunni á tónleikunum með flottu trommusóli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×