Ísland mætir Serbíu í umspilinu en óvíst hvar Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 12:00 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu, og forðaðist beint fall í B-deild, með sigri gegn Wales á dögunum sem liðið fylgdi svo eftir með sætum sigri á Danmörku. EPA-EFE/Johnny Pedersen Í dag kom í ljós hvaða lið verður andstæðingur stelpnanna okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í lok febrúar, í umspilinu í Þjóðadeild UEFA. Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur
Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn