Manstu eftir Akraborginni? Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2023 09:01 Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998. Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Á árunum 1956 til 1998 var Akraborgin helsta fólksflutningaleiðin yfir Faxaflóa. Ófáir Íslendingar eiga minningar af ferðum með Akraborginni enda flutti skipið um 250 þúsund farþega á ári. Upphaf Akraborgarinnar má rekja til þess að árið 1932 var hlutafélagið Skallagrímur stofnað í þeim tilgangi að annast fólks- og vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Borgarness. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 sem að félagið lét smíða sérstaklega fyrir sig skip sem hlaut nafnið Akraborgin. Gengið um borð í Akraborgina í Reykjavíkurhöfn. Myndin er tekin á áttunda áratug seinustu aldar.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið var notað næstu átján árin en þá leysti nýtt og stærra skip það eldra af hólmi en hélt nafninu. Með tilkomu nýja skipsins hófust einnig flutningar á bifreiðum fyrir alvöru. Þriðja Akraborgarskipið kom síðan til sögunnar og var tekið í notkun árið 1982. Fyrst um sinn voru áætlunarsiglingar alla daga vikunnar, að jafnaði fjórar ferðir fram og til baka, og tók siglingin klukkutíma. Síðar var ferðunum breytt þannig að fyrsta ferð frá Akranesi var klukkan átta að morgni og síðasta ferð frá Reykjavík klukkan hálf sjö að kvöldi. Farþegar ganga frá borði. Ljósmyndin er tekin á sjöunda áratugnum.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Tommi og Jenni í sjónvarpinu og reykt inni Í pistli á Deiglunni rifjar Borgar Þór Einarsson upp þegar hann var ungur drengur á níunda áratugnum og ferðaðist reglulega með Akraborginni. „Á þessum árum fór ég að jafnaði 1-2 í mánuði til Reykjavíkur, einsamall frá á að giska 8 ára aldri. Daginn fyrir brottför var veðurfregna beðið átekta og ef það spáði suðvestanátt var ekki von á góðu. Stundum féllu ferðir einfaldlega niður en það kom þó fyrir að lagt var í hann í haugasjó. Þá var farin dýpri leiðin, sem svo var kölluð, utar í flóann. Fyrir okkur krakkana þýddi dýpri leiðin bara lengri leiðin og það þýddi líka lengri tíma um borð bullandi sjóveikur,“ segir Borgar og minnist þess einnig að í Akraborginni voru engir ælupokar til staðar fyrir þá sem urðu sjóveikir á leiðinni, heldur var notast við sérútbúna æludalla. Börn á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Óþekktur/Ljósmyndsafn Akraness Í nýju Akraborginni voru tveir aðalveitingasalir, en sá þriðji var undir þiljum. „Sá fremri var innréttaður grænum leðurstólum og viðarborðum og þar var einnig veitingasalan. Skipið hafði augljóslega ekki verið byggt fyrir samfélag þar sem áfengisneysla var tabú og því fór veitingasalan fram yfir barborð og var setið við barstóla. Aftari salurinn var dekkaður appelsínugulum lit, leðurstólar og borð í stíl. Þar mátti reykja. Og þar hafði jafnframt verið komið fyrir sjónvarpi og VHS-vídeótæki með Tomma & Jenna spólu. Á meðan fullorðna fólkið fékk sér að borða í fremri salnum í fersku lofti sátu börnin yfir eilífum endurtekningum af Tomma & Jenna umlukin blágráu reykjarmistri frá þeim úr hópi fullorðinna sem ekki höfðu neina lyst á mat eða öllu heldur meiri lyst á nikótíni. Breytt í skólaskip Þann 10. júlí árið 1998 sigldi Akraborgin sína hinstu ferð og lauk þar með stórum kafla í sögu samgöngumála á Íslandi. Daginn eftir voru síðan Hvalfjarðargöngin opnuð. Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Starfsmenn í kaffiteríunni, Guðrún Björnsdóttir og Kristín Gróa Þorvaldsdóttir.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Eftir að siglingum var hætt gaf íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipið til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Akraborgin fékk þar af leiðandi nýtt hlutverk og sömuleiðis nýtt nafn og heitir í dag Sæbjörg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Akraness. Börn um borð í Akraborginni.Árni S. Árnason/Ljósmyndasafn Akraness Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Farþegar um borð í Akraborginni á áttunda áratugnum.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Haukur Már Kristinsson (1941-) og Óskar Hrafn Ólafsson (1950-) skipstjóri á Akraborg. Myndin er líklega tekin árið 1974.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin í höfn á Akranesi.Þjóðbjörn Hannesson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/ljósmyndasafn Akraness Svona leit barinn út.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Til vinstri situr Jóhannes Þór Harðarson (1976-) og Vignir Elísson (1976-) til hægri.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Innanborðs í Akraborginni á níunda áratugnum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á tíunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin flutti að jafnaði 250 þúsund farþega á hverju ári.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg leggst að togarabryggjunni í Reykjavík.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg í Akraneshöfn.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Um Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 og starfar það sem deild innan Héraðsskjalasafns Akraness. Í kjölfar stofnunar ljósmyndasafnsins var var vefurinn Ljósmyndasafn Akraness formlega opnaðar en þar eru ljósmyndir gerðar aðgengilegar almenningi. Ljósmyndasafn Akraness hefur það að markmiði að safna, varðveita og miðla ljósmyndum sem tengjast svæðinu. Nýja heimasíða héraðsskjalasafnsins er www.herakranes.is og þar er hægt að sjá ljósmyndirnar líka. Einu sinni var... Samgöngur Skipaflutningar Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01 Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Upphaf Akraborgarinnar má rekja til þess að árið 1932 var hlutafélagið Skallagrímur stofnað í þeim tilgangi að annast fólks- og vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Borgarness. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 sem að félagið lét smíða sérstaklega fyrir sig skip sem hlaut nafnið Akraborgin. Gengið um borð í Akraborgina í Reykjavíkurhöfn. Myndin er tekin á áttunda áratug seinustu aldar.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið var notað næstu átján árin en þá leysti nýtt og stærra skip það eldra af hólmi en hélt nafninu. Með tilkomu nýja skipsins hófust einnig flutningar á bifreiðum fyrir alvöru. Þriðja Akraborgarskipið kom síðan til sögunnar og var tekið í notkun árið 1982. Fyrst um sinn voru áætlunarsiglingar alla daga vikunnar, að jafnaði fjórar ferðir fram og til baka, og tók siglingin klukkutíma. Síðar var ferðunum breytt þannig að fyrsta ferð frá Akranesi var klukkan átta að morgni og síðasta ferð frá Reykjavík klukkan hálf sjö að kvöldi. Farþegar ganga frá borði. Ljósmyndin er tekin á sjöunda áratugnum.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Tommi og Jenni í sjónvarpinu og reykt inni Í pistli á Deiglunni rifjar Borgar Þór Einarsson upp þegar hann var ungur drengur á níunda áratugnum og ferðaðist reglulega með Akraborginni. „Á þessum árum fór ég að jafnaði 1-2 í mánuði til Reykjavíkur, einsamall frá á að giska 8 ára aldri. Daginn fyrir brottför var veðurfregna beðið átekta og ef það spáði suðvestanátt var ekki von á góðu. Stundum féllu ferðir einfaldlega niður en það kom þó fyrir að lagt var í hann í haugasjó. Þá var farin dýpri leiðin, sem svo var kölluð, utar í flóann. Fyrir okkur krakkana þýddi dýpri leiðin bara lengri leiðin og það þýddi líka lengri tíma um borð bullandi sjóveikur,“ segir Borgar og minnist þess einnig að í Akraborginni voru engir ælupokar til staðar fyrir þá sem urðu sjóveikir á leiðinni, heldur var notast við sérútbúna æludalla. Börn á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Óþekktur/Ljósmyndsafn Akraness Í nýju Akraborginni voru tveir aðalveitingasalir, en sá þriðji var undir þiljum. „Sá fremri var innréttaður grænum leðurstólum og viðarborðum og þar var einnig veitingasalan. Skipið hafði augljóslega ekki verið byggt fyrir samfélag þar sem áfengisneysla var tabú og því fór veitingasalan fram yfir barborð og var setið við barstóla. Aftari salurinn var dekkaður appelsínugulum lit, leðurstólar og borð í stíl. Þar mátti reykja. Og þar hafði jafnframt verið komið fyrir sjónvarpi og VHS-vídeótæki með Tomma & Jenna spólu. Á meðan fullorðna fólkið fékk sér að borða í fremri salnum í fersku lofti sátu börnin yfir eilífum endurtekningum af Tomma & Jenna umlukin blágráu reykjarmistri frá þeim úr hópi fullorðinna sem ekki höfðu neina lyst á mat eða öllu heldur meiri lyst á nikótíni. Breytt í skólaskip Þann 10. júlí árið 1998 sigldi Akraborgin sína hinstu ferð og lauk þar með stórum kafla í sögu samgöngumála á Íslandi. Daginn eftir voru síðan Hvalfjarðargöngin opnuð. Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Starfsmenn í kaffiteríunni, Guðrún Björnsdóttir og Kristín Gróa Þorvaldsdóttir.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Eftir að siglingum var hætt gaf íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipið til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Akraborgin fékk þar af leiðandi nýtt hlutverk og sömuleiðis nýtt nafn og heitir í dag Sæbjörg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Akraness. Börn um borð í Akraborginni.Árni S. Árnason/Ljósmyndasafn Akraness Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Farþegar um borð í Akraborginni á áttunda áratugnum.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Haukur Már Kristinsson (1941-) og Óskar Hrafn Ólafsson (1950-) skipstjóri á Akraborg. Myndin er líklega tekin árið 1974.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin í höfn á Akranesi.Þjóðbjörn Hannesson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/ljósmyndasafn Akraness Svona leit barinn út.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Til vinstri situr Jóhannes Þór Harðarson (1976-) og Vignir Elísson (1976-) til hægri.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Innanborðs í Akraborginni á níunda áratugnum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á tíunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin flutti að jafnaði 250 þúsund farþega á hverju ári.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg leggst að togarabryggjunni í Reykjavík.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg í Akraneshöfn.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Um Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 og starfar það sem deild innan Héraðsskjalasafns Akraness. Í kjölfar stofnunar ljósmyndasafnsins var var vefurinn Ljósmyndasafn Akraness formlega opnaðar en þar eru ljósmyndir gerðar aðgengilegar almenningi. Ljósmyndasafn Akraness hefur það að markmiði að safna, varðveita og miðla ljósmyndum sem tengjast svæðinu. Nýja heimasíða héraðsskjalasafnsins er www.herakranes.is og þar er hægt að sjá ljósmyndirnar líka.
Einu sinni var... Samgöngur Skipaflutningar Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01 Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01
Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00
Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01
Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00