Árni Tómas getur ekki skrifað út lyf lengur Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2023 16:07 Árni Tómas Ragnarsson hefur tjáð sig opinberlega um mikilvægi þess að sinna fíklum og aðstoða þá í neyð sinni. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hefur verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta; hann er nú með takmarkað starfsleyfi. Sem þýðir að hann má ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Þá hafði Árni Tómas skrifað greinar um skaðaminnkunarúrræði og sagðist ekki geta séð neitt sem mælti mót því að skrifa upp á morfínlyf fyrir lítinn hóp fíkla sem hann valdi, ef það gæti orðið til að þeir létu af innbrotum til að fjármagna neyslu sína. Landlæknir hefur hins vegar gripið í taumana og hefur Árni Tómas verið settur í skammarkrókinn. Þó flestir sem um fjalla séu sammála því að þetta sé leiðin skortir lagaúrræði. Ósáttir sjúklingar Sjúklingar eru að vonum ósáttir og hefur til að mynda Anita da Silva Bjarnadóttir ritað grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún kvartar undan þessu tiltæki. „Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf,“ segir Aníta meðal annars í greininni. Hún segir jafnframt Árna Tómas einn örfárra lækna sem Landlæknisembættið ætti að vera ánægt með, hann hafi til að bera skilning og mannúð hans sé í fyrirrúmi. Pistil sinn stílar hún á Landlækni. „Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu.“ Aníta boðar aðgerðir: „Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM.“ Takmörkun starfsleyfisins snýr aðeins að Árna Tómasi Ekki tókst að ná tali af Árna Tómasi vegna þessa en Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis segir að embættið tjái sig almennt ekki um mál einstakra heilbrigðisstarfsmanna, nema þá hugsanlega til að leiðrétta mikilvægar rangfærslur sem fram koma: „Starfsleyfaskrá embættisins er opinber og þar er birt samdægurs þegar leyfi er takmarkað en ekki hver takmörkunin er.“ Kjartan Njáll gat ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en hann sagði á hverjum tíma til meðferðar nokkur mál hjá Landlækni sem varða lyfjaávísanir.vísir/vilhelm Það að Árni Tómas hafi nú aðeins takmarkað starfsleyfi er ekki liður í átaki embættisins sem varðar gagnrýni sem hefur dunið á Landlækni vegna þess að á Íslandi er skrifað út meira af lyfjum en þekkist. „Heldur fer fram hefðbundið eftirlit skv. 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, bókstaflið f en þar segir að meðal hlutverka landlæknis er „… að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna…““ Kjartan segir að á hverjum tíma séu til meðferðar hjá embætti landlæknis nokkur mál sem varða lyfjaávísanir. „Þau eru af ýmsum toga, sum smá í sniðum, önnur umfangsmikil. Sumum lýkur án þess að nokkurra aðgerða sé þörf. Öðrum lýkur til dæmis með tilmælum, áminningu, takmörkun réttar til ávísunar lyfja, sviptingu ávísanaréttar og jafnvel sviptingu starfsleyfis.“ Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Þá hafði Árni Tómas skrifað greinar um skaðaminnkunarúrræði og sagðist ekki geta séð neitt sem mælti mót því að skrifa upp á morfínlyf fyrir lítinn hóp fíkla sem hann valdi, ef það gæti orðið til að þeir létu af innbrotum til að fjármagna neyslu sína. Landlæknir hefur hins vegar gripið í taumana og hefur Árni Tómas verið settur í skammarkrókinn. Þó flestir sem um fjalla séu sammála því að þetta sé leiðin skortir lagaúrræði. Ósáttir sjúklingar Sjúklingar eru að vonum ósáttir og hefur til að mynda Anita da Silva Bjarnadóttir ritað grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún kvartar undan þessu tiltæki. „Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf,“ segir Aníta meðal annars í greininni. Hún segir jafnframt Árna Tómas einn örfárra lækna sem Landlæknisembættið ætti að vera ánægt með, hann hafi til að bera skilning og mannúð hans sé í fyrirrúmi. Pistil sinn stílar hún á Landlækni. „Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu.“ Aníta boðar aðgerðir: „Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM.“ Takmörkun starfsleyfisins snýr aðeins að Árna Tómasi Ekki tókst að ná tali af Árna Tómasi vegna þessa en Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis segir að embættið tjái sig almennt ekki um mál einstakra heilbrigðisstarfsmanna, nema þá hugsanlega til að leiðrétta mikilvægar rangfærslur sem fram koma: „Starfsleyfaskrá embættisins er opinber og þar er birt samdægurs þegar leyfi er takmarkað en ekki hver takmörkunin er.“ Kjartan Njáll gat ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en hann sagði á hverjum tíma til meðferðar nokkur mál hjá Landlækni sem varða lyfjaávísanir.vísir/vilhelm Það að Árni Tómas hafi nú aðeins takmarkað starfsleyfi er ekki liður í átaki embættisins sem varðar gagnrýni sem hefur dunið á Landlækni vegna þess að á Íslandi er skrifað út meira af lyfjum en þekkist. „Heldur fer fram hefðbundið eftirlit skv. 4. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, bókstaflið f en þar segir að meðal hlutverka landlæknis er „… að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna…““ Kjartan segir að á hverjum tíma séu til meðferðar hjá embætti landlæknis nokkur mál sem varða lyfjaávísanir. „Þau eru af ýmsum toga, sum smá í sniðum, önnur umfangsmikil. Sumum lýkur án þess að nokkurra aðgerða sé þörf. Öðrum lýkur til dæmis með tilmælum, áminningu, takmörkun réttar til ávísunar lyfja, sviptingu ávísanaréttar og jafnvel sviptingu starfsleyfis.“
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira