Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerðanna sem valda félögunum miklu tjóni.
Þá fjöllum við um neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í kvöld þar sem ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa verður tekin fyrir.
Einnig heyrum við í formanni Félags tónskálda og textahöfunda sem skorar á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt í Eurivision keppninni ef Ísrael fær að vera með.
Cop28 ráðstefnunni lýkur síðar í dag og við ræðum við formann íslensku sendinefndarinnar um hvernig hefur gengið.
Í íþróttapakka dagsins er það síðan kvennalandsliðið í handbolta sem tryggði sér í gær í úrslitaleik Forsetabikarsins og svo er farið yfir Meistaradeild Evrópu og leiki kvöldsins.