Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 22:46 Kári Jónsson hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Val í vetur en verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir bæði hann og Val. vísir/Anton Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli