Gamli FH-ingurinn búinn að koma FCK í sextán liða úrslit: „Mjög klókur þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 15:00 Jacob Neestrup fagnar eftir sigur FC Kaupmannahafnar á Galatasaray. getty/Lars Ronbog Ólafur Kristjánsson hefur mikið álit á þjálfara FC Kaupmannahafnar sem er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann segir að handbragð hans sjáist greinilega á liðinu. FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti