Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 13:18 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs til vinstri. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira