Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 73-97 | Stjarnan átti ekki í teljandi vandræðum með Breiðablik Hjörvar Ólafsson skrifar 14. desember 2023 19:22 VÍSIR/VILHELM Stjarnan fór með sannfærandi 97-73 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í 11. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan annan leikhluta herti Stjörnuliðið tökin í varnarleik sínum og lagði grunninn að forskoti sem liðið lét aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 56-46 Stjörnunni í vil en stigaskorið dreifðist jafn hjá leikmönnum gestanna úr Garðabænum. Stjarnan hleypti Blikum aldrei inn í leikinn að neinu ráði og niðurstaðan öruggur 24 stiga sigur Garðbæinga sem fara með sjö sigurleiki í farteskinu inn í jólafríið sem fram undan er. Breiðablik er hins vegar með tvö stig í næstneðsta sæti. Arnar Guðjónsson var sáttur við spilamennsku Stjörnuliðsins. Vísir/Vilhelm Arnar: Vil fækka vítaskotum á okkur „Við náðum góðum kafla undir lok annars leikhluta og það lagði grunninn að þessum sigri. Við hittum vel á þeim tíma og spiluðum góðan sóknarleik. Við komum hins vegar sloppy inn í seinni háfleikinn en náðum vopnum okkar aftur og kláruðum þetta vel,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við spiluðum fína vörn en ég er ósáttur við að að við séum áfram að fá of mörg víti á okkur. Það er óþolandi hvað lið fá mörg skot af vítalínunni á okkur. Við þurfum að laga það á nýju ári. Annars förum við bara sáttir inn í jólafríið og ég er ánægður með hvar við stöndum,“ sagði Arnar enn fremur. Ívar: Fengum ekki nóg út í bakvörðunum „Það var slakur sóknarleikur sem varð okkur að falli í þessum leik en við skoruðum lítið sem ekkert síðustu fimm mínúturnar í seinni hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð í upphafi seinni hálfleiks og það var góður andi í liðinu. Þá fórum við hins vegar illa að ráði okkur í sóknarleiknum og því fór sem sér,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. „Við fengum fá stig frá bakvörðum okkar og þegar þannig er í potinn búið er erfitt að ná í sigur. Við höfðum verið að bæta okkur í síðustu leikjum okkar en þessi leikur var aftur á móti skref aftur á bak. Við munum fara vel yfir málin í fríinu sem fram undan er og mæta tvíefldir leiks eftir áramót,“ sagði Ívar um framhaldið. Ívar Ásgrímsson sagði frammistöðu Blika hafa verið of kaflaskipta. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar náðu að setja upp nánast ókleifan varnarmúr fyrir Blikana þegar líða tók á leikinn. Þá er breidd Stjörnuliðsins töluvert meiri en hjá Breiðablik og Arnar Guðjónsson, sem rúllaði liðinu vel, fékk framlag úr mörgum áttum. Hverjir sköruðu fram úr? Antti Kanervo, James Elissor og Kevin Kone voru fremstir á meðal jafningja í annars jöfnu liði Stjörnunnar. Liðsvörn Stjörnunnar var svo öflug. Keith Jordan bar höfuð og herðar yfir aðra Blika hvað stigakrorun varðar. Snorri Vignisson spilaði svo vel á báðum endum vallarins. Hvað gekk illa? Þegar á móti blés fóru leikmenn Breiðabliks hver út í sitt horn í sóknarleiknum og ætluðu sér hver um sig sem einstaklingur að snúa taflinu heimamönnum í vil. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og það varð engin breyting á því að þessu sinni. Everage Richardson náði sér ekki á strik í þessum leik. Hvað gerist næst? Liðin fá nú jólafrí en Blikar sækja Hauka heim í fyrsta leiknum á nýju ári. Sá leikur fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. janúar. Kvöldið eftir fær Stjarnan svo Njarðvík í heimsókn í Umhyggjuhöllina í Ásgarði í Garðabænum. Subway-deild karla Breiðablik Stjarnan
Stjarnan fór með sannfærandi 97-73 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í 11. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan annan leikhluta herti Stjörnuliðið tökin í varnarleik sínum og lagði grunninn að forskoti sem liðið lét aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 56-46 Stjörnunni í vil en stigaskorið dreifðist jafn hjá leikmönnum gestanna úr Garðabænum. Stjarnan hleypti Blikum aldrei inn í leikinn að neinu ráði og niðurstaðan öruggur 24 stiga sigur Garðbæinga sem fara með sjö sigurleiki í farteskinu inn í jólafríið sem fram undan er. Breiðablik er hins vegar með tvö stig í næstneðsta sæti. Arnar Guðjónsson var sáttur við spilamennsku Stjörnuliðsins. Vísir/Vilhelm Arnar: Vil fækka vítaskotum á okkur „Við náðum góðum kafla undir lok annars leikhluta og það lagði grunninn að þessum sigri. Við hittum vel á þeim tíma og spiluðum góðan sóknarleik. Við komum hins vegar sloppy inn í seinni háfleikinn en náðum vopnum okkar aftur og kláruðum þetta vel,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við spiluðum fína vörn en ég er ósáttur við að að við séum áfram að fá of mörg víti á okkur. Það er óþolandi hvað lið fá mörg skot af vítalínunni á okkur. Við þurfum að laga það á nýju ári. Annars förum við bara sáttir inn í jólafríið og ég er ánægður með hvar við stöndum,“ sagði Arnar enn fremur. Ívar: Fengum ekki nóg út í bakvörðunum „Það var slakur sóknarleikur sem varð okkur að falli í þessum leik en við skoruðum lítið sem ekkert síðustu fimm mínúturnar í seinni hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð í upphafi seinni hálfleiks og það var góður andi í liðinu. Þá fórum við hins vegar illa að ráði okkur í sóknarleiknum og því fór sem sér,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. „Við fengum fá stig frá bakvörðum okkar og þegar þannig er í potinn búið er erfitt að ná í sigur. Við höfðum verið að bæta okkur í síðustu leikjum okkar en þessi leikur var aftur á móti skref aftur á bak. Við munum fara vel yfir málin í fríinu sem fram undan er og mæta tvíefldir leiks eftir áramót,“ sagði Ívar um framhaldið. Ívar Ásgrímsson sagði frammistöðu Blika hafa verið of kaflaskipta. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar náðu að setja upp nánast ókleifan varnarmúr fyrir Blikana þegar líða tók á leikinn. Þá er breidd Stjörnuliðsins töluvert meiri en hjá Breiðablik og Arnar Guðjónsson, sem rúllaði liðinu vel, fékk framlag úr mörgum áttum. Hverjir sköruðu fram úr? Antti Kanervo, James Elissor og Kevin Kone voru fremstir á meðal jafningja í annars jöfnu liði Stjörnunnar. Liðsvörn Stjörnunnar var svo öflug. Keith Jordan bar höfuð og herðar yfir aðra Blika hvað stigakrorun varðar. Snorri Vignisson spilaði svo vel á báðum endum vallarins. Hvað gekk illa? Þegar á móti blés fóru leikmenn Breiðabliks hver út í sitt horn í sóknarleiknum og ætluðu sér hver um sig sem einstaklingur að snúa taflinu heimamönnum í vil. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og það varð engin breyting á því að þessu sinni. Everage Richardson náði sér ekki á strik í þessum leik. Hvað gerist næst? Liðin fá nú jólafrí en Blikar sækja Hauka heim í fyrsta leiknum á nýju ári. Sá leikur fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. janúar. Kvöldið eftir fær Stjarnan svo Njarðvík í heimsókn í Umhyggjuhöllina í Ásgarði í Garðabænum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum