„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. desember 2023 22:43 Maté Dalmay á ærið verkefni fyrir höndum á æfingum í jólafríinu Vísir/Anton Brink Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti