Baldur kaupir félagsheimilið á Fellsströnd Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 07:47 Sigrún Birna Halldórsdóttir, Steinunn Helga Halldórsdóttir, Baldur Ingvarsson og Björn Bjarni Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritun kaupsamningsins. Aðsend La Dolce Vita ehf., félag í eigu Baldurs Ingvarssonar hefur fest kaup á félagsheimilinu að Staðarfelli á Fellsströnd af sveitarfélaginu Dalabyggð, Kvenfélaginu Hvöt og Ungmennafélaginu Dögun. Baldur hefur starfað sem staðarhaldari á Staðarfelli. Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur. Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur.
Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34