Dönsk börn: Undskyld! Kjartan Valgarðsson skrifar 16. desember 2023 14:01 Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Börn og uppeldi Kjartan Valgarðsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun