„Sorgmædd yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 19:01 Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Vísir/Ívar Breiðablik tilkynnti í gær um niðurlögn kvennaliðs félagsins í körfubolta og hefur það því lokið keppni í Subway-deild kvenna. Formaður körfuknattleiksdeildar segir stöðuna sorglega en er þess fullviss að félagið rísi upp á ný. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira