Fótbolti

AC Milan aftur á sigurbraut

Siggeir Ævarsson skrifar
Tijjani Reijnders fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum
Tijjani Reijnders fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum Vísir/Getty

AC Milan heldur pressunni á liðin fyrir ofan sig í Seríu A en liðið lagði Monza nokkuð auðveldlega, 3-0, í hádegisleiknum á Ítalíu.

Tijjani Reijnders kom heimamönnum á bragðið strax á 3. mínutu með glæsilegu einstaklingsframtaki þar sem hann fór framhjá fjórum varnarmönnum á leið sinni inn í teiginn og hamraði boltann svo í netið af stuttu færi.

Reijnders átti virkilega góðan leik fyrir AC Milan og átti varla feilsendingu allan leikinn.

Hinn 18 ára varnarmaður Jan-Carlo Simić tvöfaldaði svo forskotið rétt fyrir hálfleik og Noah Okafor gerði endanlega út um leikinn á 76. mínútu eftir glæsilegan undirbúning frá Oliver Giroud.

AC Milan í þriðja sæti eftir sigurinn með 32 stig eftir 16 leiki. Juventus eru í 2. sæti með 37 og Inter Milan trónir á toppnum með 38 stig og eiga leik til góða í kvöld þar sem liði sækir Lazio heim.

Leikir dagsins í Seríu A

Milan - Monza 3 - 0

Fiorentina - Verona kl. 14:00

Udinese - Sassuolo kl. 14:00

Bologna - Roma kl. 17:00

Lazio - Inter kl. 19:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×