Ólöf kveður Kviku og heilsar Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 08:20 Ólöf Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Kvika Ólöf Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku.
Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun