„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2023 16:01 Listakonan Kristín Mjöll stendur fyrir sýningunni Skrúður í versluninni Andrá. Aðsend „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá. Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen) Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen)
Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira