Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-33 | Valur vann síðasta leik ársins Andri Már Eggertsson skrifar 18. desember 2023 21:03 Afturelding-Valur Vísir/Hulda Margrét Valur vann fimm marka útisigur gegn Aftureldingu 28-33. Þetta var síðasti leikurinn í Olís-deild karla fyrir áramót. Næsti leikur í deildinni verður ekki fyrr en 1. febrúar vegna EM í janúar. Brynjar Vignir Sigurjónsson var öflugur í marki AftureldingarVísir/Hulda Margrét Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti á sig strax í upphafi leiks. Þorsteinn var fyrr í dag valinn í 20 manna landsliðshóp íslenska landsliðsins í handbolta. Þorsteinn skoraði fyrstu þrjú mörk heimamanna. Þorsteinn gerði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar. Liðin skiptust á mörkum og munurinn var aldrei meira en tvö mörk. Eftir það fór Valur að sigla fram úr. Heimamenn lentu tveimur færri og Valur gekk á lagið. Valsarar gerðu þrjú mörk í röð og komust fjórum mörkum yfir 13-17. Undir lok fyrri hálfleiks þrumaði Þorsteinn Leó boltanum yfir og gestirnir refsuðu með marki. Staðan í hálfleik var 15-19. Aron Dagur Pálsson og Björgvin Páll Gústavsson gefa háa fimmuVísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað til að byrja með. Aron Dagur Pálsson gerði fyrsta markið í síðari hálfleik og kom heimamönnum fimm mörkum yfir. Um miðjan síðari hálfleik saxaði Afturelding forskot Vals niður í þrjú mörk og augnablikið var með heimamönnum. Valur var þó ekki á því að hleypa heimamönnum inn í leikinn og svaraði með tveimur mörkum. Valur vann að lokum sannfærandi fimm marka sigur 28-33. Valsmenn voru ánægðir með sigurinn eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Afturelding náði að standa í Val fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi vinna. Gestirnir voru töluvert sterkari og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, spilaði afar vel í kvöld. Benedikt skoraði níu mörk og var duglegur að búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Hjá Aftureldingu stóð Brynjar Vignir Sigurjónsson upp úr. Brynjar átti fínan leik á milli stanganna og varði 15 skot. Hvað gekk illa? Jafnræði var með liðunum í tæplega tuttugu mínútur en síðan fór Afturelding að safna tveggja mínútna brottvísunum og Valur gekk á lagið. Eftir það var forskot Aftureldingar aldrei í hættu. Það átti sér stað skondið atvik undir lok leiks. Anton Rúnarsson, aðstoðarþjálfari Vals, tók leikhlé fimm mörkum yfir þegar að tæplega 30 sekúndur voru eftir. Mörgum fannst þetta vera óvirðing og Anton bað leikmenn Aftureldingar afsökunar. Í næstu sókn eftir leikhlé Antons var boltinn dæmdur af Val og þá sannaðist að boltinn lýgur ekki. Hvað gerist næst? Evrópumótið í handbolta er næst á dagskrá og því er Olís-deildin komin í pásu þar til í febrúar. Þann 1. febrúar mætast Afturelding og Fram klukkan 19:30. Á sama tíma eigast við Valur og Selfoss. Benedikt: Væri sáttur með uppskeruna ef við værum með tveimur stigum meira Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, var ánægður með fimm marka sigur í síðasta leik ársins. „Það var frábært að enda þetta á sigri. Það var frábært að hafa náð að svara fyrir hérna eftir síðasta leik,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst Björgvin Páll og vörnin standa upp úr. Við vorum að skila inn okkar mörkum í sókninni og síðan var vörnin frábær. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik og Benedikt var ánægður með hvernig liðið hélt sjó í síðari hálfleik. „Við vorum þéttari varnarlega í seinni hálfleik og þá fóru skotin þeirra þangað sem við vildum að þau myndu fara.“ Eftir þrettán leiki er Valur í öðru sæti deildarinnar og Benedikt taldi uppskeruna fyrir áramót vera allt í lagi. „Mér finnst uppskeran fyrir áramót vera allt í lagi. Við mættum vera með tveimur stigum meira og þá væri ég sáttur,“ sagði Benedikt að lokum. Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur vann fimm marka útisigur gegn Aftureldingu 28-33. Þetta var síðasti leikurinn í Olís-deild karla fyrir áramót. Næsti leikur í deildinni verður ekki fyrr en 1. febrúar vegna EM í janúar. Brynjar Vignir Sigurjónsson var öflugur í marki AftureldingarVísir/Hulda Margrét Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti á sig strax í upphafi leiks. Þorsteinn var fyrr í dag valinn í 20 manna landsliðshóp íslenska landsliðsins í handbolta. Þorsteinn skoraði fyrstu þrjú mörk heimamanna. Þorsteinn gerði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar. Liðin skiptust á mörkum og munurinn var aldrei meira en tvö mörk. Eftir það fór Valur að sigla fram úr. Heimamenn lentu tveimur færri og Valur gekk á lagið. Valsarar gerðu þrjú mörk í röð og komust fjórum mörkum yfir 13-17. Undir lok fyrri hálfleiks þrumaði Þorsteinn Leó boltanum yfir og gestirnir refsuðu með marki. Staðan í hálfleik var 15-19. Aron Dagur Pálsson og Björgvin Páll Gústavsson gefa háa fimmuVísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað til að byrja með. Aron Dagur Pálsson gerði fyrsta markið í síðari hálfleik og kom heimamönnum fimm mörkum yfir. Um miðjan síðari hálfleik saxaði Afturelding forskot Vals niður í þrjú mörk og augnablikið var með heimamönnum. Valur var þó ekki á því að hleypa heimamönnum inn í leikinn og svaraði með tveimur mörkum. Valur vann að lokum sannfærandi fimm marka sigur 28-33. Valsmenn voru ánægðir með sigurinn eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Afturelding náði að standa í Val fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi vinna. Gestirnir voru töluvert sterkari og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, spilaði afar vel í kvöld. Benedikt skoraði níu mörk og var duglegur að búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Hjá Aftureldingu stóð Brynjar Vignir Sigurjónsson upp úr. Brynjar átti fínan leik á milli stanganna og varði 15 skot. Hvað gekk illa? Jafnræði var með liðunum í tæplega tuttugu mínútur en síðan fór Afturelding að safna tveggja mínútna brottvísunum og Valur gekk á lagið. Eftir það var forskot Aftureldingar aldrei í hættu. Það átti sér stað skondið atvik undir lok leiks. Anton Rúnarsson, aðstoðarþjálfari Vals, tók leikhlé fimm mörkum yfir þegar að tæplega 30 sekúndur voru eftir. Mörgum fannst þetta vera óvirðing og Anton bað leikmenn Aftureldingar afsökunar. Í næstu sókn eftir leikhlé Antons var boltinn dæmdur af Val og þá sannaðist að boltinn lýgur ekki. Hvað gerist næst? Evrópumótið í handbolta er næst á dagskrá og því er Olís-deildin komin í pásu þar til í febrúar. Þann 1. febrúar mætast Afturelding og Fram klukkan 19:30. Á sama tíma eigast við Valur og Selfoss. Benedikt: Væri sáttur með uppskeruna ef við værum með tveimur stigum meira Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, var ánægður með fimm marka sigur í síðasta leik ársins. „Það var frábært að enda þetta á sigri. Það var frábært að hafa náð að svara fyrir hérna eftir síðasta leik,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst Björgvin Páll og vörnin standa upp úr. Við vorum að skila inn okkar mörkum í sókninni og síðan var vörnin frábær. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik og Benedikt var ánægður með hvernig liðið hélt sjó í síðari hálfleik. „Við vorum þéttari varnarlega í seinni hálfleik og þá fóru skotin þeirra þangað sem við vildum að þau myndu fara.“ Eftir þrettán leiki er Valur í öðru sæti deildarinnar og Benedikt taldi uppskeruna fyrir áramót vera allt í lagi. „Mér finnst uppskeran fyrir áramót vera allt í lagi. Við mættum vera með tveimur stigum meira og þá væri ég sáttur,“ sagði Benedikt að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti