Sköllóttur rakari á Siglufirði gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2023 20:31 Skölótti rakarinn á Siglufirði, Jón Hrólfur, sem er alltaf hress og skemmtilegur og nýtur þess að vera ekki með hár á höfðinu en sér þó um að snyrta hár og skegg annarra í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira