„Hann var bókstaflega að deyja í höndunum á okkur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. desember 2023 08:01 Hreinn Heiðar Jóhannsson vílar ekki fyrir sér að hjálpa fólki í allskonar aðstæðum, eins og dæmin undanfarin ár sýna. Aðsend Hreinn Heiðar Jóhannsson komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að hafa komið tveimur manneskjum til bjargar á einum sólarhring. Hann heldur áfram að bjarga mannslífum en fyrr á þessu ári kom hann að manni sem reyndist vera vinur hans, alvarlega slösuðum eftir vélsleðaslys á Langjökli. Í byrjun árs 2022 birtist viðtal við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi. Tilefnið var að hann hafði á rúmum sólarhring annars vegar bjargað ungum dreng úr sprungu á Þingvöllum og tekið þátt í björgunaraðgerðum þar sem kona hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. Í tilefningu til manns ársins á Vísi kom nafn Hreins Heiðars upp. Reyndist hann hafa bjargað enn einum úr lífsháska á þessu ári, en í mars bjargaði hann gömlum vinnufélaga sem hafði lent í vélsleðaslysi á Langjökli. Slasaði maðurinn reyndist vera vinur hans Þann 25. mars var Hreinn staddur ásamt félaga sínum, Smára, í jeppaferð á Langjökli. Tvö stór útköll urðu þann dag á svæðinu. „Það var fjórhjólaslys fyrr um daginn, en það var svo langt í burtu að við náðum ekki að koma okkur að slysinu,“ segir Hreinn í samtali við Vísi. Hann var staddur inni í íshelli þegar hringt var í hann og honum tjáð að það hafi orðið slys í klettum skammt frá og hann beðinn um að fara til að aðstoða. Við setjum allt í botn og brunum þangað. Þegar félagarnir komu á slysstað sáu þeir manninn á brúninni efst uppi á fjallinu. Þegar þeir komu að honum reyndist þetta vera vinur þeirra sem staddur var í vinnuferð. Hann hafði runnið til í hálku á sleðanum og endað á grjóti. „Það var alveg augljóst að hann var mjög alvarlega slasaður,“ segir Hreinn. „Hann var með átta brotin rifbein öðrum megin og sprungið milta. Þetta var bara mínútuspursmál, hann var bókstaflega að deyja í höndunum á okkur.“ Ekkert annað í boði en að setja undir sig hausinn og klára þetta Hreinn er meðlimur í björgunarsveit og því vanur að koma að slösuðu fólki. Hann segist horfa á slík útköll sem verkefni en þetta tilfelli hafi verið öðruvísi. „Þegar maður áttaði sig á því að þarna væri vinur manns varð þetta aðeins erfiðara. En það var samt bara ekkert annað í boði en að setja undir sig hausinn og klára þetta.“ Félagarnir kölluðu til þyrlu Landhelgisgæslunnar og hlúðu að manninum á meðan þeir biðu eftir aðstoð. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í nokkra daga en hefur í dag náð fullum bata. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi. Klippa: Slys á Langjökli 25.mars Hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki Ásamt því að vera í björgunarsveit byrjaði Hreinn nýlega í slökkviliðinu. Hans ástríða felst í að hjálpa fólki. „Maður vill auðvitað geta hjálpað alltaf, öllum stundum. Það er einhvernveginn þannig sem maður vill vera og ég reyni mitt besta í því. Framundan er bara að bæta við sig áframhaldandi kunnáttu í því.“ Þú virðist oft vera réttur maður á réttum stað? „Tja já, ætli maður sé ekki bara á of mörgum stöðum?“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í þriðja sinn í dag vegna vélsleðaslyss sem varð á Gimbrahnjúk, vestan við Dalvík um hálf fimmleytið í dag. Um er að ræða þriðja útkall þyrlunnar í dag sem telst óvenjumikið. 25. mars 2023 17:08 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Í byrjun árs 2022 birtist viðtal við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi. Tilefnið var að hann hafði á rúmum sólarhring annars vegar bjargað ungum dreng úr sprungu á Þingvöllum og tekið þátt í björgunaraðgerðum þar sem kona hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. Í tilefningu til manns ársins á Vísi kom nafn Hreins Heiðars upp. Reyndist hann hafa bjargað enn einum úr lífsháska á þessu ári, en í mars bjargaði hann gömlum vinnufélaga sem hafði lent í vélsleðaslysi á Langjökli. Slasaði maðurinn reyndist vera vinur hans Þann 25. mars var Hreinn staddur ásamt félaga sínum, Smára, í jeppaferð á Langjökli. Tvö stór útköll urðu þann dag á svæðinu. „Það var fjórhjólaslys fyrr um daginn, en það var svo langt í burtu að við náðum ekki að koma okkur að slysinu,“ segir Hreinn í samtali við Vísi. Hann var staddur inni í íshelli þegar hringt var í hann og honum tjáð að það hafi orðið slys í klettum skammt frá og hann beðinn um að fara til að aðstoða. Við setjum allt í botn og brunum þangað. Þegar félagarnir komu á slysstað sáu þeir manninn á brúninni efst uppi á fjallinu. Þegar þeir komu að honum reyndist þetta vera vinur þeirra sem staddur var í vinnuferð. Hann hafði runnið til í hálku á sleðanum og endað á grjóti. „Það var alveg augljóst að hann var mjög alvarlega slasaður,“ segir Hreinn. „Hann var með átta brotin rifbein öðrum megin og sprungið milta. Þetta var bara mínútuspursmál, hann var bókstaflega að deyja í höndunum á okkur.“ Ekkert annað í boði en að setja undir sig hausinn og klára þetta Hreinn er meðlimur í björgunarsveit og því vanur að koma að slösuðu fólki. Hann segist horfa á slík útköll sem verkefni en þetta tilfelli hafi verið öðruvísi. „Þegar maður áttaði sig á því að þarna væri vinur manns varð þetta aðeins erfiðara. En það var samt bara ekkert annað í boði en að setja undir sig hausinn og klára þetta.“ Félagarnir kölluðu til þyrlu Landhelgisgæslunnar og hlúðu að manninum á meðan þeir biðu eftir aðstoð. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í nokkra daga en hefur í dag náð fullum bata. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi. Klippa: Slys á Langjökli 25.mars Hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki Ásamt því að vera í björgunarsveit byrjaði Hreinn nýlega í slökkviliðinu. Hans ástríða felst í að hjálpa fólki. „Maður vill auðvitað geta hjálpað alltaf, öllum stundum. Það er einhvernveginn þannig sem maður vill vera og ég reyni mitt besta í því. Framundan er bara að bæta við sig áframhaldandi kunnáttu í því.“ Þú virðist oft vera réttur maður á réttum stað? „Tja já, ætli maður sé ekki bara á of mörgum stöðum?“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í þriðja sinn í dag vegna vélsleðaslyss sem varð á Gimbrahnjúk, vestan við Dalvík um hálf fimmleytið í dag. Um er að ræða þriðja útkall þyrlunnar í dag sem telst óvenjumikið. 25. mars 2023 17:08 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út í þriðja sinn í dag vegna vélsleðaslyss sem varð á Gimbrahnjúk, vestan við Dalvík um hálf fimmleytið í dag. Um er að ræða þriðja útkall þyrlunnar í dag sem telst óvenjumikið. 25. mars 2023 17:08