Innlent

Vefmyndavélar Vísis í beinni

Boði Logason skrifar
Eldgos hófst á Reykjanesskaga mánudagskvöldið 18. desember.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga mánudagskvöldið 18. desember. Vilhelm

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Vísindamenn segja gosið mun öflugara en fyrri gos á svæðinu.

Undanfari eldgossins var skjálftahrina við Sundhnjúkagíga og nokkrum klukkutímum síðar opnaðist jörð í norðurhlíðum Hagafells og norður undir Stóra-Skógfelli. 

Gossprungan er um 4 kílómetrar en til samanburðar var lengd sprungunnar í eldgosinu við Litla-Hrút í júlí 2023 um 800 til 900 metrar. Áætlað hraunflæði í eldgosinu er um 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu sem er margfalt meira en í fyrri gosum á Reykjanesskaga síðustu ár.

Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×